Betra er seint en aldrei.

Fyrsti hlutinn er hér

http://www.hugi.is/tolkien/articles.php?page=view&contentId=3154686

Túrin fór nú vestur úr Doríat í skógunum þar. Þar hafði verið mannabyggð en nú var hún að mestu horfin og nú voru aðallega flokkar útlaga og ræningja á ferð í skógunum, ásamt orkum.

Sá stærsti af þessum útlagahópum var u.þ.b. fimmtíu manna stór, og þeir voru ávallt með njósnara allstaðar, því að þeir voru hataðir og fólk hikaði ekki við að reyna að drepa þá.

Þegar Túrin var á göngu í skóginum einn daginn náði þessi útlagahópur honum, með því að umkringja hann. En þeir drápu hann ekki því að foringi þeirra var óviss um hvort hann ætti að nota hann eða drepa hann. En einni af bogskyttum flokksins leiddist þófið og skaut á Túrin en hitti ekki, því að Túrin beygði sig niður og tók upp stein og höfuðkúpubraut manninn, og þá sannfærðist foringi hópsins um hreysti Túrins og tók hann í hópinn, þó að sumir væru mótfallnir því.

Einn daginn þegar Túrin fór í gönguferð einn í skóginum sá hann konu hlaupa í burtu og tvo menn á eftir henni. Hann elti þau og drap annan manninn. Þegar að hann leit á líkið sá hann að þetta var foringi hópsins og hinn maðurinn var einnig í Hópnum. Hann fór því aftur til hópsins og lýsti víginu á hendur sér, og hann skipaði þeim að gera sig að höfðingja hópsins eða að hann myndi fara frá þeim. Og þeir ákváðu að gera hann að höfðingja sínum því að hann var þeirra besti maður og þeir máttu ekki við því að missa hann.

Á meðan voru álfar frá Doríat að leita að Túrni og voru þeir nú allir búnir að gefast upp nema Beli sem hafði verið í eitt ár að leita, og hann nálgaðist nú slóð þeirra, en Túrin var orðinn var um sig. Svo að hann faldi alltaf öll ummerki eftir sig og hópurinn var aldrei á sama stað tvær nætur í einu, en samt hélt Beli áfram að leita, og hann nálgaðist þá alltaf þó að það væri hægt.

Í Doríat hinsvegar gengu hlutirnir illa. Beli og Túrin voru ekki lengur til staðar til að verja norður landamærin og orkarnir þar urðu stöðugt fleiri og árásargjarnari. Og að lokum brustu varnirnar þar, en orkarnir komust ekki inn í Doríat, vegna töfrahjúps Mellíönnu, en í staðin fóru þeir í skógana þar sem Túrin var.

Að lokum komu orkarnir í skógana og þeir slátruðu öllum sem þar voru. Það kom að því félagar Túrins vildu ráðast á stóran orkahóp til að fá vistir frá þeim. Og þó að Túrin væri því mótfallinn fór hann með öðrum manni að njósna um orkana. En það var séð til þeirra og orkarnir skutu hinn manninn en Túrin hljóp í burtu til að reyna að koma orkunum frá hellinum sem útlagarnir voru nú í, og hann komst í burtu og stakk orkana af. Aðallega vegna þess að örvar þeirra komust ekki í gegnum hringabrynju hans frá Doríat.

Þremur dögum eftir að Túrin var farinn voru menn hans orðnir órólegir og vildu fara og þegar þeir voru að rífast um þetta kom Beli að þeim. Þeir tóku hann og bundu hann við tré og spurðu hver hann væri því að þeir höfðu tekið eftir honum áður. En Beli svaraði því aðeins að hann væri vinur foringja þeirra. Sumir þeirra vildu drepa hann en aðrir ekki, en á endanum ákváðu þeir að láta hann vera þarna án þess að hann fengi mat, né drykk.

Tveimur dögum seinna voru þeir orðnir mjög áhyggjufullir og ætluðu að yfirgefa hellinn og drepa Bela. En þegar þeir voru að fara að drepa hann kom Túrin að þeim og hann stöðvaði þá og leysti Bela, og hjúkraði honum.

Beli sagði nú Túrni að honum væri frjálst að koma aftur í Doríat, því að hann hafði ekki verið dæmdur sekur, heldur saklaus, af morðinu á Særosi. En Túrin vildi ekki koma aftur til Doríat, bæði vegna þess að hann var of stoltur til þess og að hann vildi ekki yfirgefa menn sína. Þess í stað bað hann Bela að vera með sér, en hann neitaði því og snéri aftur til Doríat.

Um sumarið fór allt að ganga á afturfótunum hja Túrni og hans félögum. Orkunum fjölgaði gífurlega, og þeir voru oft eltir, og það var orðið erfitt fyrir þá að afla sér fæðu. Það leiddi til þess að Túrin fór að hugsa um það að finna sér einhvern stað sem hann gæti dvalið í með útlögunum allt árið.

Dag einn þegar Túrin og menn hans voru í felum í rjóðri við stórt svæði þar sem engin tré voru, aðeins stórir steinar, sáu þeir þrjár verur, hver um sig með stóran poka á bakinu. Túrin og menn hans hlupu að þeim og einn af þeim skaut tveimur örvum og tvær af verunum féllu í jörðina áður en Túrin gat stoppað hann.

Þegar Túrin sá verurnar sá hann að þetta voru dvergar, og sá eini sem stóð uppi bað sér vægðar. Hann var gamall og Túrin kenndi í brjóst um hann og ákvað að leyfa honum að lifa gegn því að hann leyfði hópnum að dvelja í bæli sínu, og á það féllst dvergurinn, sem kallaði sig Mími.