Þessa grein skrifaði ég fyrir skólann fyrir stuttu. Hún fjallar um bókina Föruneyti Hringsins en í þessari grein er stiklað á stóru því að greinin er miðað við að sá sem lesi þetta hafi aðeins séð myndina og það væri bæði of ruglinslegt og of mikil langloka að skrifa nákvæma lýsingu á öllu því sem gerist.
Þannig að dæmið það útfrá því að þetta er skrifað til að segja frá bókinni án þess að gera það of vndlega til þess að skemma ekki bókina fyrir öðrum, þannig að gagnrýni frá þeim sem aðeins hafa séð myndina eða rennt yfir bókina væri vel þegin.


Inngangur

J.R.R Tolkien höfundur Hringadróttinssögu fæddist í Suður-Ameríku 1892. Hann flutti til Englands þaðan sem foreldrar hans komu en þegar hann kom þangað frétti hann að pabbi hans sem hafði ætlað að koma seinna heim hafði dáið.

Móðir hans dó árið1904 og þá fór hann til frænku sinnar þar sem hann fór í skóla. Síðar kynntist hann konu að nafni Edith Bratt, þau urðu ástfangin og giftust árið 1914.

Tolken byrjaði á að skrifa allt það sem nú er í Silmerilnum og Unfinished Tales eða goðsögnina bak við Hringadróttinssögu. Hún er gríðarstór og miklu stærri og viðameiri en Hringadrótinssaga sjálf. Hann skrifaði þetta upp aftur og aftur. Núna má sjá hluta af þessu sem hann skrifaði meðan goðsögnin var að mótast, í bókunum Histories of Middle-earth en þær eru 13.

Tolkien barðist í fyrri heimsstyrjöldinni og það hafði mikil áhrif á líf hans og skrif. Hann barðist meðal annars við Somme þar sem skriðdrekar komu fyrst við sögu.

Eftir stríð hélt hann áfram með goðsögnina og samdi tvö fullkomin tungumál (álfamál) en það voru Quenya, sem byggist mikið á finnsku og Sindarin, sem byggist á velsku. Í þessum málum eru til fullkomnar reglur um fallbeygingar, eintölu/fleirtölu o.s.frv. Einnig eru til nokkur ófullgerð tungumál sem hvert um sig hafa aðeins um100 orð t.d. tungumál Róhananna sem er mjög líkt íslensku samanber Westu hâl = Vertu heill.

Tolkien varð prófessor í Oxford. Árið 1936 kom Hobbitinn út og Hringadróttinssaga kom svo út 1954. Árið 1971 dó konan hans Edith Bratt og tveimur árum seinna eða 1973 dó hann sjálfur.








Hringadróttinssaga hefst á því að Hobbitinn Bilbó Baggi er að fara að halda uppá sinn 111ta afmælisdag. Hann hafði lifað svona lengi sökum hrings sem hann „fann” í sínu fyrsta ævintýri 50 árum áður. Þessi hringur var gæddur þeirri náttúru að hver sem setti hann á fingur sér varð ósýnilegur. Í þessari veislu setti Bilbó hringinn á fingur sér, fór heim til sín þar sem hann tók hringinn af sér. Síðan lagði hann af stað í ferð til álfanna í Rofadal sér til hvíldar, þar sem honum fannst hann vera orðinn útþynntur þ.e.a.s. honum fannst að það væri ekki eins gaman að lifa lengur. Hann skyldi hringinn eftir heima hjá sér að ráði Vitkans Gandalfs handa Fróða Bagga, frænda sínum, sem hann ól upp þar sem foreldrar hans höfðu drukknað í ánni Brúnavín.

Gandalfur vissi að þessi hringur var töfrahringur, sem Sauron þjónn Morgoths sem Valirnir höfðu fangelsað fyrir mörg þúsund árum hafði búið til. Hringinn var aðeins hægt að nota til illra verka og var illur sjálfur. Sauron hafði smíðað hann með hjálp álfanna frá Þyrnilandi (Eregion) 3000 árum áður og bundið allan sinn kraft í hann. Hann hafði lagt undir sig hluta Miðgarðs þegar álfar og menn stofnuðu saman Hinstabandalagið og sameinuðu krafta sýna og eyddu Sauroni og lögðu Mordor í rúst. Gil-Galad, hákonungur álfa, og Elendill höfðu barist lengi við Sauron áður en þeir drápu hann og féllu sjálfir un leið. Þegar Sauron var fallinn kom Isildur sonur Elendils og skar hringinn af hendi hans. Í staðinn fyrir að eyða hringnum eins og Elrond frá Rofadal og Sirdán frá Rökkurhöfnum ráðlögðu honum, tók hann hringinn fyrir sjálfan sig. Eftir stríðið lenti hann í umsátri og hringurinn sökk í Andvin fljótið mikla og þar lá hann í 2500 ár. Þar til að Fljóta Hobbiti nokkur, Djagall að nafni, fann hann þegar hann var á veiðum með Smjagali vini sínum. Smjagall kyrkti Djagal til að ná hringnum sjálfur og fór með hann djúpt inní Þokufjöll. Þar lá hann á honum í 450 ár. Þar til Bilbó Baggi kom að honum og fann hringinn í ferð sinni með Gandalfi og þrettán dvergum þar sem þeir voru í leiðangri að bjarga Fjallinu eina. Bilbó tók hringinn og eftir ferðina fór hann með hann heim til sín í Baggabotn. Þar sem hann var geymdur þar til í veislunni sem áður er minnst á.

Gandalfur fór þá frá Fróða en kom aftur öðru hvoru næstu árin og eggjaði Fróða til að leggja af stað með hringinn til að eyða honum djúpt inní Mordor landi Saurons í Eldhryðju. Sautján árum eftir brottför Bilbós lagði Fróði af stað. Hann fór með vinum


sínum Sóma og Píppni en tveir aðrir vinir hans Kátur og Keppur Þumban höfðu farið austur í Hérað til að undirbúa brottför Fróða frá Héraði.

Á göngu Fróða með tveim félögum sínum kom ekkert markvert fyrir þá, fyrir utan að þeir voru eltir af nokkrum svörtum riddurum sem þeir hræddust en vissu ekki hverjir voru. Þegar þeir voru komnir vestur í Hérað héldu þeir þaðan í gegnum Fornaskóg og þar hittu þeir tuma Bumbalda. (Miklar getgátur eru uppi um hver Tumi var en ég held sjálfur að hann hafi verið andi náttúrunnar og hafi orðið til á sama tíma og Arda þ.e.a.s. jörðin).

Þeir fóru heim til Tuma og dvöldu þar í nokkra daga. Þaðan héldu þeir áfram för sinni til þorpsins Brý þar sem þeir héldu að þeir myndu hitta Gandalf. Á leiðinni þangað lentu þeir í Kumlbúa og hann tók þá niður í haug sinn og ætlaði að myrða þá en Tumi bjargaði þeim þaðan. Og frá Kumlhólunum héldu þeir til Brýs og komu þá á kránna Fákurinn Fjörugi þar sem þeir héldu að þeir myndu hitta Gandalf.

Ekki hittu þeir Gandalf á kránni heldur Stíg (Aragorn.) Hann upplýsti þá um að svörtu riddararnir væru níu máttugustu þjónar Saurons og einn þeirra, Seiðskrattinn eða Nornakonungurinn frá Angmar, væri foringi þeirra og þeirra máttugastur. Þeir voru hvorki lifandi né dauðir og skynjuðu aðeins myrkur og hringinn en að honum drógust þeir.

Stígur leiddi þá síðan frá Brý og stefndi með þá til Rofadals bústaðar Elronds. Þegar þeir koma að Vindbrjóti sem fyrrum var stór turn sem hafði verið eyðilagður komu Nasgúlarnir að þeim. Þeir voru aðeins fimm en þeir náðu þó að særa Fróða hættulegu sári áður en Stígi tókst að reka þá í burtu. Nornakonungurinn frá Angmar hafði stungið Fróða með hníf sem bölvun hvíldi á og oddur hans hafði grafist undir húðina á Fróða

Stígur flýði með þá áfram til Rofadals en þegar þeir voru næstum komnir, kom álfurinn Glorfindill (ekki Arven eins og í myndunum!) og hjálpaði þeim. Þegar Hringvomarnir komu að þeim, lét hann Fróða hafa hest sinn og þannig slapp hann til


Rofadals en Nasgúlunum var tortímt í ánni Beljanda þar sem hestar þeirra drukknuðu en andi þeirra fór aftur til Mordor til að þeir gætu safnað kröftum á ný.

Í Rofadal náði Elrond að lækna Fróða og taka oddinn úr honum. Þar var haldinn ráðstefna þar sem rætt var um ýmisleg vandræði í Miðgarði. Þar upplýsti Elrond þá um það að aðeins væri hægt að eyða hringnum í Dómsdyngju mitt inni í Mordor. Og þangað þurfti að fara með hann. Til fararinnar buðu sig fram Fróði, Sómi, Gandalfur og Stígur (eða Aragorn erfingin krúnu Gondors) en einnig Skógarálfurinn Legolas, dvergurinn Gimli og maðurinn frá Gondor, Boromír ásamt þeim Píppni og Káti sem heimtuðu að fá að koma með.

Þá lagði föruneytið af stað og hélt fyrst í suður en loks í austur til að komast yfir Þokufjöll í Karadrasskarði. Þeir komust hinsvegar ekki yfir Karadras og þurftu því að freista þess að fara torsóttari leið, í gegnum neðanjarðarnámurnar í Moría. Þar bjuggu margir Dríslar og stór óvættur sem hafði drepið konung Dverganna sem áður byggðu Moría.

Fyrir utan Moría ætlaði ófreskja sem lifði í vatninu fyrir utan námurnar að drepa þá. En þeir komust allir undan inn í námurnar en skrímslið lokaði útgönguleiðinni þannig að þeir þurftu að ganga í gegnum Moría.

Ekkert merkilegt gerðist á leiðinni þar til þeir áttu aðeins eftir eina dagleið út úr námunum. Þá lentu þeir í bardaga við stóran hóp Drísla. Þeir drápu nokkra og meðan hinir töfðust, þá hlupu þeir í burtu. Þeir hlupu að brúnni í Kazad-Dûm sem var alveg við útgönguleiðina. Á leiðinni þangað, þegar þeir voru næstum komnir að brúnni kom ófreskjan að þeim.

Það var Balroggur, sem Morgoth höfðingi Saurons hafði haft heilan her af fyrir löngu og nú var þessi sá eini sem vitað var um. Allir komust þeir yfir brúnna fyrir utan Gandalf sem stóð á brúnni og hindraði för Balroggsins. Hann steypti honum niður en Balroggurinn náði að slá svipunni í Gandalf svo að þeir féllu báðir niður.

Hinir í föruneytinu komust heilir á höldnu út úr Moría. Þeir héldu áfram þrúgaðir af sorg, til álfaríkisins Lothlorien. Þar bjó Galdríel næstelst allra álfa á Miðgarði fyrir utan Sirdáni skipasmið. Hún var gift Seleborni frá Doríat, og saman stjórnuðu þau
ríkinu í Lorienskógi.

Þegar föruneytið kom þangað á flótta undan Dríslum fengu þeir að dveljast þar. Þeir voru í Lorien í nokkra daga. Síðan héldu þeir áfram, eftir að hafa hvílt sig í Lorien og sigldu niður ána Andvin að Amon Hen, þar sem Aragorn ætlaði að staðnemast og ákveða þaðan hvert halda skyldi.

Þegar þeir komu að Amon Hen var þar hópur Uruk Hai-a frá Sarúmani. Þeir lentu í bardaga og eftir að hafa drepið Boromir tóku orkarnir þá Kát og Pípinn til fanga og héldu af stað með þá til Ísarngerðis, heimili Sarúmans.

Þeir Fróði og Sómi héldu saman af stað á leið til Mordor og þurftu þá að fara yfir Eyminmúla fyrst. Hinsvegar fóru Aragorn, Legolas og Gimli og eltu orkana sem tóku Kát og Pípin höndum.

Þannig endar bókin Föruneyti hringsins, en reyndar nær þetta líka yfir fyrsta kaflan í bókinni Tveggja turna tal, þar sem ævintýrið heldur áfram.