Jæja, þá er seinni hlutinn kominn mér tókst að koma honum saman fyrr en ég ætlaði. Endilega segið hvernig ykkur finnst, ég lagði mikla vinnu í þetta.

Þegar Doríat og Gondólin féllu komu leifar fólksins sem bjó á þeim stöðum til Sirdáns og það settist að við ósa Sírions. Á meðal fólksins sem þarna var voru Jarendill og Elfing, foreldrar Elronds og Elrosar. Þau urðu vinguðust við fólk Sirdáns á Balareyju. Að lokum framkvæmdi hann sýnina sem hann hafði séð löngu áður, og hann hjálpaði Jarendli að smíða glæsilegt hvítt skip sem kallaðist Löðurblóm, Jarendill notaði það til að sigla til Valinor og biðja um hjálp Valanna gegn Morgothi.

Þegar Jarendill var farinn, réðust synir Fjanors á hafnirnar við ósa Sírions, þeir ágirntust Silmeril sem Elfing geymdi. Sirdán sendi skip til að stöðva þá en það var of seint, því að margir álfar höfðu verið drepnir. Þeir sem eftir lifðu flúðu til Balareyjar, en Elfing slapp með Silmerilinn og hún fann Jarendil á hafi úti og lét hann fá Silmerilinn. Eftir að Jarendill hafði beðið Valana um hjálp var hann sendur upp í himininn, þar sem hann sigldi með Silmerilinn á enninu, og hann skein eins og stjarna. Morgoth var sigraður af her Valanna í Heiftarstríðinu við lok fyrstu aldar. Eftir það fóru margir álfar til Valinor, en Sirdán ákvað að verða eftir á Miðgarði. Belalandi hafði verið rústað og megnið af því fór undir hafið, svo að Sirdán flutti Linda við vesturströnd Miðgarðs, þar var Hákonungur álfa sem hann hafði fóstrað Gil-Galað einnig.

Sirdán byggði Rökkurhafnir við Lúnflóa árið 1. á annari öld. Þar dvaldi Sirdán og hans fólk og þar voru smíðuð mörg skip, og þegar álfarnir urðu þreyttir á Miðgarði þá fóru þeir til Rökkurhafna og sigldu þaðan til Valinor.

Sirdán tók einnig við sjómönnum frá eyjunni Númenor. Um árið 600 á annari öld, kom sjómaður frá Númenor sem hét Veantur til Rökkurhafna í fyrsta skiptið. Í annari ferð hans árið 725, þá kom Veantur með barnabarn sitt Aldarion, sem seinna varð konungur Númenor. Sirdán og Gil-Galað vinguðust við Aldarion og Sirdán kenndi honum margt í skipagerð. Og hann varð heillaður af hafinu og síðan þá urðu Númenar mikil skipaþjóð.

Árið 1693, földu álfarnir hina þrjá hringa fyrir Sauroni, sem hafði skapað Hringinn eina til að stjórna hinum. Gil-galað fékk afhenta tvo þessara hringa og gaf annan þeirra (Narya), Eldhringinn Sirdáni. Árið 1700 reyndi Sauron að hertaka Rökkurhafnir, en floti kom frá Númenor og yfirbugaði her Saurons.

Við lok annarar aldar, fór Sirdán til Mordor með her Hinsta bandalags(Last Alliance ) álfa og manna. Sauron var Sigraður en Gil-Galað var drepinn og einnig Elendill. Sonur Elendils Ísildur skar hringinn af hendi Saurons. Elrond og Sirdán ráðlögðu honum að henda hringnum í Dómsdyngju, en Ísildur neitaði og tók hann sem skaðabætur fyrir föður sinn. Nokkrum árum seinna var Ísildur drepinn og Hringurinn eini týndist. Sirdán snéri aftur til Rökkurhafna með afgangi hers Gil-Galaðs.
Hér kemur smá sem ég tek af www.wikipedia.org
In the Lord of the Rings movie trilogy by Peter Jackson, Círdan briefly appears in the third movie. His role as lieutenant of Gil-galad is given to Elrond instead (Elrond was Gil-galad's herald in the books) in the first movie. He does, however, appear very briefly in Galadriel's Monologue at the start of the first movie, in the very brief shot of the three elven ringbearers.

Um árið 1000 á þriðju öld, komu vitringarnir fimm til Rökurhafna. Þeir höfðu verið sendir frá Valinor til að hjálpa fólki Miðgarðs í baráttunni gegn Sauroni. Sá síðasti sem kom var Gandalfur, Sirdán sá að hann var mestur af vitringunum og hann lét hann fá Narya og sagði:

“Take this ring, Master, for your labours will be heavy; but it will support you in the weariness that you have taken upon yourself. For this is the Ring of Fire, and with it you may rekindle hearts in a world that grows chill. But as for me, my heart is with the Sea, and I will dwell by the grey shores until the last ship sails. I will await you.”

Um árið 1300 kom hræðilegasti þjónn Saurons Höfðingi Nasgúlanna norður, og settist að í Angmar og ógnaði afkomendum Ísildurs, Dúndönum norðursins. Árið 1409, var Arveleg konungur drepinn í bardaga, og Sirdán hjálpaði syni hans Araphori að hrekja her Angmars í burtu.

Höfðingi Nasgúlanna réðst aftur til orrustu árið 1974. Arvedui konungur flúði til Forkuflóa, og sonur hans Aranarth flúði til Rökkurhafna til að biðja Sirdán um hjálp. Sirdán sendi skip til að bjarga Arvedua, en það týndist á hafi úti í hræðilegum stormi og konungurinn og áhöfnin varð úti. En þá var mikill floti sendur frá Gondor til Rökkurhafna, og Sirdán safnaði samann öllum styrk sem hægt var, og Höfðingi Nasgúlanna var sigraður í the Battle of Fornost árið 1975.

Eftir það urðu Dúndanirnir flökkumenn. Sirdán náði Pálnantíranum í Elostirion turni sem tilheyrði einu sinni Elendli. Sá pálnantíri horfði aðeins í vestur að aðal pálnantíranum í Avallone turni á Tol eressu.

Árið 2060, var óttast að Sauron væri farinn að láta á sér kræla í Dol Guldur í Myrkviði. Hvíta ráðið var kallað samann til að mæta þessari ógn árið 2463. Sirdán var meðlimur ráðsins með þeim Elrondi,Galadríeli,Gandalfi og Sarúmani. Árið 2941 rak Hvítaráðið Sauron frá Dol Guldur en hann flúði leynilega til Mordor.

Haustið 3018 sendi Sirdán álf að nafni Galdor til Rofadals, á ráðstefnu Elronds.

Við lok þriðju aldar var tími álfa á enda og tími manna var byrjaður. Sirdán vann lengi við að byggja ómótsstæðilegt hvítt skip, og um borð í það setti hann pálnantírann frá Tol Eressu. Og þann 29 september árið 3021 stigu Galadríel,Elrond,Gandalfur,Fróði og Bilbó um borð í skipið, og kvöddu Miðgarð.

Og þannig var það að sá álfur sem séð hafði Kvívíen vatn við komu álfa til Miðgarðs. Varð vitni af því þegar tími álfa var liðinn. Hann þráði að sjá Valinor á fyrstu öld en hann fór þangað á fjórðu öld, þegar allra síðasta skipið sigldi úr Rökkurhöfnum, og enginn Noldi var eftir á Miðgarði. Og aldrei framar mun jafn fær skipasmiður verða til á Miðgarði.

Hérna er smá skrá yfir mikilvæg ártöl á þriðju öld:


1300
Höfðingi Nasgúlanna sest að í Angmar

1409
Sirdán hjápar Araphant að hrekja burt heri Angmars

1974
Arvedui konungur flýr frá herju Angmars til Forkuflóa. Sirdán sendir skip honum til hjálpar en það ferst.

1975
Sirdán kemur með her frá Rökkurhöfnum í the Battle of Fornost, Þar sem Höfðingi er sigraður.

2060
Óttast er að Sauron hafi risið aftur, og að hann sé í Dol Guldur í Myrkviði.

2463
Hvítaráðið kemur saman. Sirdán er meðlimur.

2941
Hvíta ráðið réðst á Dol Guldur. Sauron fer með leynd til Mordor.

3018
25 október: Galdor er sendur á ráðstefnu Elronds.

3019
25 mars: Hringnum eina er eytt og Sauron sigraður.

3021
29 september: Hrinberarnir sigla til Vailnor. Allir nema Sirdán.


Heimildir: http://www.councilofelrond.com, www.wikipedia.org, Unfinished Tales, Silmerillinn,