Finarfin Núna ætla ég að skrifa um Finarfin. Greinin er dálítið stutt en það er ekki hægt að finna mikið af upplýsingum um hann hvort sem er. Þessi grein er sjöunda greinin mín á einum mánuði geri aðrir betur(já, þetta er áskorun á þig að senda að minnsta kosti eina grein hingað inn á mánuði.)

Finarfin(Finnfinnur) var yngsta barn Finwë(Finva) mamma hans hét Indis hún var Vanyi og var náskyld konungi Vanya Inwe.

Finarfin var hálfbróðir Fëanors og bróðir Fingolfins, Findisar og Irimë. Hann var ljóshærður, rólegur og elskaði Valaina eins og allir Vanyar gera.
Hann giftist Eärwen, sem var dóttir Olwe(Ölva) af Svanahöfnum. Finarfin átti fjögur börn, sem voru einstök að því leyti að afi þeirra var Noldi, amma þeirra var Vanyi. Finarfin sjálfur var þá náttúrulega hálfur Noldi og hálfur Vanyi og svo var mamma þeirra Teleri. Þannig að börnin sem hétu Finrod Felagund,Angrod,Aegnor og síðast en ekki síst Galadriel, höfðu kosti og galla allra Elda kynstofnana í sér.

Þegar Fëanor tældi álfana á að fara frá Valinor reyndi Finarfin að róa álfana niður og fá þá af því að fara með Fëanori til Miðgarðs og sjá svo seinna eftir því, en samt fór hann með þeim til að vera með Fingolfini syni sínum, sem Fëanor hafði náð á sitt band.

Hann fór ekki með fylkingu Fëanors, heldur fór hann með eigin fylkingu og með honum voru flestir þeir Noldar sem fóru aðeins til að verða samferða ástvinum sínum, sem Fëanor hafði tælt til að yfirgefa Valinor, og þeir tóku marga muni með sér og litu oft um öxl með eftirsjá.
Hann og flestir í hans fylkingu snéru hinsvegar við þegar Mandos kvað upp dóm sinn yfir Noldunum eftir frændvígin í Svanahöfn. En börn hans héldu hinsvegar áfram til Miðgarðs.Og dóu öll þar fyrir utan Galadriel.

Valirnir fyrirgáfu honum þegar hann kom undir dóm þeirra og hann varð konungur Nolda í Valinor og hann ”býr” í Tirionsborg.
Hann leiddi einnig heri Nolda til Miðgarðs í Heiftarstríðinu. Við lok Fyrstu aldar.

E.s. Myndin er af Finrodi.


Finwë-Indis
|
Finarfin
|
Finrod-Angrod-Aegnor-Galadriel