Þúsundtáraorustan Þúsundtára orrustan var fimmta stórorrustan milli álfa og manna á móti Morgothi.
Morgoth hafði náð að gera álfum mikinn skaði í Eldibranda orustunni og þó að hann hafði þurft að draga lið sitt til baka hafði hann fækkað mjög í herjum álfa og manna og margar hetjur höfðu dáið, svo að álfar og menn voru veikburða.

En þó eftir hetjudáðir Berens og Lúþíenar þar sem þau náðu einum Silmerili af kórónu Morgoths og vegna græðgi Fjanorssona í að ná Silmerlunum þá ofmátu álfar styrkt sinn og vanmátu einnig styrk Morgoths.

Mæðros einn af sonum Fjanors var ólmur í því að berjast við Morgoth og reyna að vinna fullnaðar sigur á honum. Hann byrjaði á því að tala við alla Elda og menn og jafnvel dverga til þess að sameina þá undir einn fáa og útrýma ógninni frá Angböndum í eitt skipti fyrir öll.

En hann fékk minni stuðning en hann bjóst við. Nargóþrándarmenn neituðu að senda honum nokkurt lið, vegna illvirkja bræðra Mæðrosar þeirra Selegorms og Kúrfins. Einnig fékk hann aðeins tvo álfa frá Doríat þá Bela Stórboga og Mablung, sem báðir voru hraustir og ólmir í að fá að berjast.

Hann fékk þó liðsinni Fingons hákonungs Nolda og hann safnaði saman stórum og öflugum her. Hann fékk líka stuðnings Halmírs höfðingja Halaða ættarinnar og frá þeim Húrni og Húori í Dor-Lómin. En mesti styrkur hans og besti liðsaukinn voru dvergarnir. Þeir komu frá Dvergholi og Miklavirki og voru öflugir hermenn og fastir fyrir og þeir voru hagleiknir í brynju og vopnasmíði, en helsti styrkur þeirra var í sérstökum grímum sem þeir báru og hræddu í burtu dreka sem voru ásamt balroggunum sterkastir allra í herjum Morgoths.

Mæðros hafði undirbúið þetta vel. Hann ætlaði að senda fylkingu frá Austur-Belalandi í áberandi göngu á Kæfisanda. Þannig ætlaði hann að blekkja Morgoth því að þegar orrustan væri byrjuð áttu herir Fingons að koma úr Skuggafjöllum og koma óvænt að baki óvinahernum.

Á miðsumarsmorgni var svo látið til skarar skríða. Þar sem Fingon var við uppsprettur Sirionsfljóts varð honum litið til Angbanda og sá að það liðaðist kolsvartur reykur hátt upp í loftið, þá efaðist hann, og hann reyndi að skyggnast eftir herjum Mæðrosar þar sem þeir áttu að koma en hann vissi ekki að maður að nafni Úldór hafði tafið Mæðros með fréttum um að Morgoth hefði ráðist á Bláufjöll.

“En þá kvað við glymjandi voldugt heróp sem barst með vindinum úr suðri upp um alla dali, og Álfar og menn hrópuðu af undrun og gleði. Ótilkvaddur og óvænt hafðu Túrgon opnað gáttir hins leynda Gondólíns og sendi fram tugþúsunda sterkan her í skínandi brynjum, með langsverð og spjótum sem skógur væri. Og Þegar Finngon heyrði úr fjarska hvininn frá hinum miklu lúðrum Túrgons bróður síns, hvarf honum allur skuggi úr brjósti, hann lyftist allur upp og hrópaði hátt: Utúlie´n aurë! Aiya Eldalië ar Atanatári, utúlie´n aurë! - Dagur er risinn! Sjá þjóðir Elda og Feður Manna, dagur er risinn Og allir sem heyrðu rödd hans bergmála í fjöllunum svöruðu með hrópum: Auta i lómë Nóttin er liðin!"*

Vonir álfa höfðu nú glæðst en það voru aðeins falsvonir því að Morgoth vissi um allar áætlanir þeirra fyrirfram vegna svika Úldórs. Hann vissi að her Mæðrosar myndi tefjast vegna svikanna og því beytti hann nú öllum brögðum til að koma í veg fyrir að herirnir tveir hjá Fingoni og Mæðrosi myndu sameinast. Hann sendi lítinn her sem sýndist mikill og vígalegur til að lokka her Fingons niður úr hæðunum og það voru aðeins orð Húrons sem stoppuðu álfana í að vaða fram.

En hersöfðingjar Morgoths voru slungnir og þeir leiddu fram Gelmi son Gvílnis, hann var höfðingi frá Nargóþránd sem þeir höfðu tekið höndum. Þeir höfðu áður stungið úr honum augun og þeir hjuggu af honum hendu og fætur og síðast höfuðið til að lokka álfanna til að berjast.

Og herbragðið tókst því að Gvindór bróðir Gelmis var þarna staddur og horfði á þetta og hann gekk berksersgang og fór á hestbaki ásamt nokkrum öðrum riddörum og hjó þá sem höfðu drepið Gelmi og síðan réðist hann á her orkanna í hamslausri bræði og á eftir honum fylgdi allur her Fingons.

Við lá að allar áætlanir Morgoth yrðu að engu því að árás Noldanna var svo hörða og hröð að þeir sópuðu öllu burt og ruddust yfir kæfisanda. Fremstur fór Gvindór ásamt nokkrum fylgdarmönnum og þeir ruddust að hliðum Angbanda og drápu verðina sem þar voru. En í bráðlæti sínu voru þeir allir gripnir og drepnir, nema Gvindór sem var tekinn til fanga.

Og þá senti Morgoth fram megin her sinn og her Fingons þurfti að hörfa við mikið mannfall aftur tilbaka. Þannig hófst hin hræðilega Þúsundtáraorusta . Her Fingons var algjörlega mölvaður og á fimmta degi bardagans voru þeir algjörlega umkringdir lag frá Skuggafjöllum.

En þá heyrðist í lúðrum Túrgons og her Gondolín kom fram í skipulögðum röðum og þeir ruddust í gegnum raðir orkanna og þar sem bardaginn var hvað harðastur hitti Túrgon bróðir sinn fingon og þar urðu fagnaðarfundir. Þrem tímum seinna heyrðist í lúðrum Mæðrosar, sem merki um það að her hans væri byrjaður að ráðast á austurhlið orkahersins.

Her Mæðrosar sópaði burt orkunum og Mærðos nálgaðist her Fingons, en þá sendi Morgoth út balroggana og dreka. Og þeir tvístruðu herjum álfa og vörnuðu því að Fingon og Mæðros næðu til hvors annars. Sókn drekanna var þó stöðvuð af dvergunum því að drekarnir hræddust grímur þeirra og þar hefðu Noldar geta unnið úrslitasigur ef ekki hefði verið fyrir svik Úldórs.

Núna réðust menn Úldórs aftan að herjum Mæðrosar og þeir komust næstum að Mæðrosi sjálfum, en Maglor drap Úldór, en þá var ráðist á her Mæðrosar úr þremur áttum og hann tvístraðist og flýði. Einnig fóru dvergarnir af vígvellinum þegar konungur þeirra féll eftir einvígi við Glárung, þeir gengu af vígvellinum með hinn fallna konung og enginn dirfðist að trufla þá.

Her Fingons var nú ofurliði borinn og nú kom höfðingji balroggana Gotmagi fram og hann barðist við Fingon í einvígi þar til öll lífarðarsveit Fingons lá í kringum hann fallinn og hann var einn eftir, og annar balroggur kom aftan að honum og vafði hann í eldsvipu sem hann bar og þá hjá Gotmagi hann með exi sinni og klauf haus hans og traðkaði á líki hans.

Þeir einu sem eftir stóðu voru Húrin, Húor, Túrgon og leifarnar af herjum þeirra.
Og að ráðum Húrins og Húors fór Túrgon úr bardaganum til Gondolín með sínu liði, þar sem Gondolín var nú eina vonin um frelsi Belalands.

Og þegar Túrgon var farinn vörðu menn Húors og Húrins undanhaldið þótt að allur her Angbanda hafi sótt að þeim og þeir hörfuðu aðeins skref fyrir skref hægt og sígandi. Þar til þeir komu að ánni Rívil þar sem þeir stóðu staðfastir og dauðadæmdir, óhræddir við örlög sín.

Og þeir hlöðu upp skrokkum óvina sinna en þá kom að því að Húor var veginn af eitraðri ör og mennirnir í kringum hann voru stráfelldir og höfuðin voru höggvin af þeim og hrúgað upp í vörður.

Og að lokum stóð Húrin einn eftir og hann varpaði frá sér skildi sínum og tók upp stóra öxi, og með henni hjó hann hvern balroggann á eftir öðrum og í hvert skipti hrópaði hann “Aurë entuluva!” Dagur mun aftur rísa. Sjötíu sinnum hrópaði hann og að lokum var hann yfirbugaður þegar líkhaugurinn undir honum var orðinn svo stór að hann grófst sjálfur undir honum. Og þá kom Gotmagi og batt hann og dró hann með sér til Angbanda með skömm.

Þannig lauk Þúsundtáraorustunni og þar voru herir Nolda og manna gjörsigraðir, og herir Morgoths dreifðust yfir landið og lögðu allt í rúst og tóku marga þræla og drápu alla sem þeir gátu, þar til Jarendill sigldi yfir til Valinor og fékk hjálp þaðan og þá var heimurinn loks laus við Morgoth í Heiftarstríðinu sem ég fjalla ekki um hér.

*Ég tók þetta beint úr bókinni því að ég hef ekki hugmynd um hvernig á að umorða þetta vel.