Þetta byrjaði þannig að pabbi þekkti mannin sem þýddi ljóðin í LOTR (Geir Kristjánsson) yfir á íslensku. Síðan var það að ekkjan hans gaf okkur allar þrjár bækurnar. Þegar ég var lítill þótti mér þetta alltaf vera flottustu bækurnar í bókaskápnum, og ég var oft að skoða kápumyndina. Svo liðu árin og fyrsta kvikmyndin kom. Þegar ég sá hana var ég að lesa Harry Potter, en þótt mér þætti myndin góð, hélt ég bara áfram að lesa Harry Potter útaf því að ég nennti ekki að lesa Hringadróttinssögu. Svo kom önnur myndin. Ég sá hana ekki í bíói, því að ég var byrjaður að lesa Föruneyti Hringsins um það leyti sem önnur myndin kom og vildi lesa bók nr.2 áður en ég sæi myndina.

Þegar ég byrjaði að lesa komst ég að því að þetta var miklu stærra og meira og skemmtilegra heldur en Harrry Potter. Ég las því allar bækurnar árið 2003 og síðan þá hef ég varla hætt að lesa þær. En það er sama hversu oft ég les þær, þær hafa alltaf sömu áhrif á mig. Maður hugsar ekki LOKSINS, þegar maður er búinn að lesa þriðju bókina, manni finnst frekar eins og maður hafi misst góðan vin.

En þegar ég sá mynd nr.2 varð ég heillaður, fram í október 2003 las ég Hringadróttinssögu 3svar sinnum. Þá keypti ég mér Silmerilinn, það eru örugglega bestu kaup mín fyrr og síðar, ÞVÍLÍK BÓK! Ég sé sko ekki eftir peningnum sem fór í hana. Og þá þriðja myndin. Ég fæ enn hroll þegar riddarar Róhans koma og Þjóðan heldur ræðu og svo bálsa þeir í hornin sín og fara af stað, og þegar Gandalfur lýsir dauðanum fyrir Pípin o.s.frv.

Síðan leið eitt ár, þá fékk ég mér Hobbitann, ágætis bók. Hún er griðarstaður minn, og ég les hana alltaf á milli þess sem ég les Hringadróttinssögu, Silmerilinn og
Unfinished tales, já Unfinished tales, það er góð bók, (eins og allar bækur eftir J.R.R Tolkien) en hún fer allveg gífurlega vel útí efnið. T.d. kafli sem er 25 bls. í Silmerilnum er u.þ.b. 100 bls. í Unfinished tales, þannig að hún getur verið svolítið þung fyrst.

Núna er ég svo byrjaður að læra Sindarin á http://www.councilofelrond.com/ og ég mæli hiklaust með þeirri síðu ef þú vilt læra Sindarin eða Quenya.

Reyndar á ég líka bækurnar Vol.1 The Book of Lost Tales P.1 og Vol.2 The Book of Lost Tales P.2, en ég hef ekki lesið þær.