Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tmar
tmar Notandi frá fornöld Karlmaður
3.172 stig

Re: Flug

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Flott

Re: Stýmir Strikes Again...

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sérstakt, maður þarf að lesa þetta nokkrum sinnum yfir til að ná merkingu, en ég tel mig hafa náð henni, nokkuð gott….

Re: meðan ég bíð....

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Svolítið sérstök angurvær kveðja …ástin í hverfandi mæli…lína sem mér finnst stinga í stúf við annars ágætlega ort ljóð. flott mynd…blind nóttin kemur með daginn…. fínt ljóð

Re: Litla Uppreisnin Mín

í Smásögur fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ok… En nú þekki ég þig ekki neitt, þannig að ég hlýt að lesa þetta sem ,,sögu". Annars, eins og ég sagði áður, er þetta fínt. Punktarnir voru bara svona pælingar, sem duttu inn við annan og þriðja lestur. Ég kannski les þetta á full gagnrýnin hátt, ég veit það ekki. En samt sem áður….mér finnst betra að heyra það ef eitthvað er að eða ef eitthvað mætti gera betur, svo metur maður sjálfur hve mikið vit er í gagnrýninni… En fín saga, hún greip mig það mikið að ég las hana þrisvar!

Re: Litla Uppreisnin Mín

í Smásögur fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mér fannst þetta nokkuð skemmtileg lesning. Sagan með ágætum. Nokkrar pælingar…spurning hvort ekki megi minnka notkum ákveðins greinis í fyrstu málsgrein, það virkar á mig eins og að sagan sé framhald af annarri sögu, fara yfir stafsetningu. En mér finnst söguröddin mjög góð, heldur sér allstaðar, mjög gott. Lýsingar margar hverjar góðar, en átt það til að detta í full huglægar lýsingar (tvítugur maður, hvernig lítur tvítugur maður út!?). Annars er sagan með miklum ágætum. Vel gert!

Re: Litla Uppreisnin Mín

í Smásögur fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mér fannst þetta nokkuð skemmtileg lesning. Sagan með ágætum. Nokkrar pælingar…spurning hvort ekki megi minnka notkum ákveðins greinis í fyrstu málsgrein, það virkar á mig eins og að saga sé framhald af annarri sögu, fara yfir stafsetningu. En mér finnst söguröddin mjög góð, heldur sér allstaðar, mjög gott. Lýsingar margar hverjar góðar, en átt það til að detta í full huglægar lýsingar (tvítugur maður, hvernig lítur tvítugur maður út!?). Annars er sagan með miklum ágætum. Vel gert!

Re: Syndaeplið

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Skemmtilegt. Minnir á Hannes Sigfússon. Textinn og uppbygging hans hefur myndræna merkingu fyrir ljóðið. Mjög smekklega gert.

Re: Happy Again

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta er flott hugmynd. Endilega vinna úr þessu, þú ert á ágætri leið, kannski má minnka notkun eignarfornafna, þau eru í raun óþörf því að þú ert að fjala um þínar tilfinningar og sjálfa þig í heild, frekar að bæta bara ákveðnum greini við nafnorðin ,,andlitið“,´,,líkamann” osfrv. bara svona pæling. Annars finnst mér þú vera á ágætri leið með að búa til fínt ljóð, svo lengi sem að ég hafi skilið þig rétt, um að þetta væri bara uppkast.

Re: Martýr

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mér finnst ljóðið ágætt, hugmyndin skemmtileg. Rímið svolítið ,,shaky". Og svona að lokum…finnst mér að með rími fylgi stuðlar og höfuðstafir….. En annars ágætt ljóð og skemmtileg hugmynd. Myndmálið oft á tíðum vel gert. Sérstaklega í byrjuninni.

Re: lítið nafnlaust ljóð

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þetta er nokkuð gott. Skemmtilegt táknmál. Kannski ,,Þoka" Þoka er oft tákn fyrir óljósar minningar, fjarlægð og það sem er hulið. Einnig getur hún staðið í ljóðum til að gefa þeim draugalegam blæ. Flott að samband fuglsins og þokunnar, hvernig þessi tvö tákn renna saman, annars vegar frelsið og hins vegar dulúðin. Spurning hvort síðasta línan sé ekki óþarfa klifun, bara svona pæling. Annars nokkuð gott.

Re: "Rusl "- smá smásaga

í Smásögur fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Skemmtilegt, nokkuð flott pæling Mátt kannski setja inn greinarskil, til að auðvelda lestur. Annars nett

Re: lífið og jafnvægið(hlátur/grátur)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Það er enginn að banna það! En skoðun mín er sú, að ljóðið nær marki sínu án þessarar línu. En mundu, að ljóðið er þitt og að enginn breytir ljóðinu þínu nema þú. Notkun grófs orðalags er í sök sér ágæt, persónulega hefur það meiri áhrif á mig þegar dregið er úr(úrdráttur/understatement) því þá þarf ég að hugsa. Aftur á móti geta gróf- og stóryrði orðið að ofsögnum/overstatement og þá er hætta á, að lesandanum hætti að taka mark á þér.

Re: Rauður snjór

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
flott, einfalt myndmál ágætlega ort ég vil frekar sjá ljóðstafi með rími, each to its own

Re: (x)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Nokkuð flott… hefur veiðimaðurinn einhverja sérstaka merkingu fyrir þér? ég hef séð þetta tákn hjá þér í b´ðaum ljóðunum sem eru núna á vefnum. gaman af stærðfræðileiknum

Re: Fótspyrna við Almenningsáliti þínu

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
skemmtilegt

Re: Englar Alheimsins......NEI.......

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
,,Svolítið" myrk ljóðin þín

Re: Prestur

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Eldfimmt efni….. Hef séð betri ljóð frá þér flott mynd ,,sálargrauturinn heldur áfram að malla"

Re: lífið og jafnvægið(hlátur/grátur)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Eins og þú segir sjálf þá er jafnvægi í heiminum…jafn mikið af fávitum og yndislegu fólki. Spurningin er hvorum hópnum þú vilt tilheyra, hvort þú sért hláturs eða gráturs megin. Það er engin að segja að þú hafir ekki rétt fyrir þér, bara að seinasta ljóðlínan passar illa við. Hún er úr stíl ljóðsins, úr jafnvægi við ljóðið. Spurning hvort ekki hefði mátt umorða hana. Þetta er náttúrulega bara skoðanir mín sem lesanda ljóðsins, ljóðið er að mínu mati flott, eins og ég sagði áður. Ég held að...

Re: lífið og jafnvægið(hlátur/grátur)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
ágætt…fyrir utan kommentið sem kemur upp um þig

Re: álfakastalinn

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
flott

Re: Augu

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Því oftar sem ég les þetta ljóð því betra verður það. Mér finnst mjög gaman að sjá, að hér er loks komið skáld sem notar táknmál á virkilega góðan hátt. Í raun er táknmál ljóðsins opið, í stað þess að vera td. allegorískt, og lesandinn getur sett sína upplifun og sjálfan sig inn í táknin, rétt eins og pardus gerði. Ég skil ljóðið ekki sama hátt og hann, ég upplifi það mun myrkara, mun fjarrænna. Mér finnst litanotkunin, fjólubláleikinn, vera svo fjarlægt en jafnframt einhvern veginn...

Re: Augu

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Nokkuð gott. Skemmtilegt myndmál, öðruvísi. 10.lína er reyndar svolítið ,,shaky" Umorða?. Annars flott táknmál. ég er hrifinn af þessari hugmynd með speglana, og endalausa speglun, speglast spegli úr spegli, mjög flott. Skemmtilega krefjandi.

Re: hið ljúfa líf

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Mjög gott frábær framsetning

Re: Leitið og þér munuð finna

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Fyrstu tvö erindin mjög góð, frábær. Seinasta erindið svolítið í stíl við Spámanninn og þess háttar bækur. Ég hefði viljað sjá það sem kemur þar fram umorðað, álíka vel og fyrstu tvö erindin, því að þau skila virkilega vel sínu.

Re: Sjómennska

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Nokkuð flott,skemmtilegar myndir einu ,,í" ofaukið í byrjun 2.línu, einnig í 6.línu…þeirra sem fórust hér í nótt skaltu minnast… Vel sett fram, falleg og alúðleg tilfinning gagnvart því óumflýjanlega
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok