…skuggi krossins teygist er glóandi eldhnötturinn leitar niður
…ofan á kaldri jörðunni má sjá ævifornar sálirnar biðja enn
…horfandi upp til hins vanþakkláta drottnara
…sem dó fyrir menn og er dauður enn…

…við höfum dáið og beðið í þínu nafni
…skriðið á hnjánum grátandi um náð
…í aumu lífi - svo að í himnaríki hafni
…sú einmana sál - sem í kristni er skráð…

…förum eftir boðum og bönnum í trú
…um að við taki skýjaborgir og sæla
…en hvernig mun bregðast við veröld sú
…ef öll guðs góðu orð eru eintóm þvæla???



…á krossinum hangir hann enn
…sá frelsari er dó fyrir menn
…við tökum hann niður senn…



…öll mín sorg sem áður sál mína grætti
…hefur nú gert mig að píslarvætti
…ég trúi ei lengur á að ofan hjálp berist
…allt það slæma er ég vænti - bara gerist…

…svo ef ég stíg framar og læt mig falla
…mætti ég sjálfan mig píslarvott kalla?
…því ef þunglyndi sorgin sál mína deyða
…og líf mitt er uppfyllt af trega og leiða
…hvert skal benda fingri - hverjum er um að kenna?
…þegar saklausar sálir niður í vítisdvöl renna…

…orðinn að sorgarinnar píslarvætti
…kæmi niður aftur ef ég mætti
…en nú hangi ég í blóðugum reipum
…fastur í dauðans sterku greipum…

…á krossi
…í dauðans sterku greipum…


-pardus-


*Aloha! Ég er ekki fallinn aftur í þunglyndi eða neitt svoleiðis (sem betur fer ekki ;))… ég var bara að vinna um daginn og fór að hugsa um að skrifa um píslarvætti. Byrjaði með setninguna:
“…öll mín sorg sem áður sál mína grætti
…hefur nú gert mig að píslarvætti”
Svo spann ég þetta ljóð út frá því ;)*
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.