hlátur, djúpt í hjarta mínu,
hlátur, djúpt í sálu minni,
hlátur breiðist út í hverri taug
í mínum ósköp mannlega líkama.

grátur, djúpt í hjarta mínu,
grátur, djúpt í sálu minni,
grátur breiðist út í hverri taug
í mínum ósköp mannlega líkama.

hlátur, sem sumarsins græna hjarta,
grátur, sem veturs hvíta tár.
lífið, sem blanda af vetri og sumri
tungli og sól, saman ein heild.

lífið, blanda af sorgum og gleði.
lífið, blanda af nóttu og degi,
lífið, blanda af illu og góðu,
lífið, samblanda alls, heldur jafnvægi.

þó einhverjir fávitar séu alltaf til í að reyna að raska þessu ágæta jafvægi.
cecilie darlin