Á veggjunum standa veiðimenn
og kasta línum sínum yfir ganginn
þeir reyna að krækja önglum sínum í augun

Muldur kjallarans vekur upp fjólubláleika

Orð ljósakrónunnar melta huga minn
á meðan hún stráir myrkri
yfir stofuborðið

Mynd Hennar speglast á veggnum
andlit hennar er spegill
fjólubláleikinn speglast í spegli spegils veggjarins

Við höfum rauð augu
Hennar kalla á mín
mín kalla á Henna