Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

skuggi85
skuggi85 Notandi frá fornöld 38 ára karlmaður
3.796 stig

Queer as Folk ... (4 álit)

í Sjónvarpsefni fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Eftir að hafa hætt við að sýna þessi þætti á Skjá 1 var loksins sýnt fyrsta þáttinn á Skjá 2 í kvöld, ég hef reyndar séð þennan þátt og marga aðra en það er alltaf gaman að horfa á þá aftur. “Queer as Folk” fjallar um líf þriggja manna sem búa í Manchester í Bretlandi. Aðalpersónan heitir Stuart (Aidan Gillen) og besti vinur hans heitir Vince (Craig Kelly). Svo í fyrsta þættinum kynnist Stuart ungum stráki sem að heitir Nathan og er að taka sín fyrstu skref í heimi samkynhneigðra djammara og...

"Get In The Zone"... Nýja Britney platan! (24 álit)

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Hvort sem ykkur líkar það eða ekki þá kemur fjórða Britney Spears platan út 18.nóvember í Bandaríkjunum eða líklega 17.nóvember á Íslandi. Fyrsta lagið/myndbandið heitir “Me Against The Music” og engin önnur en Madonna hjálpaði henni með að semja lagið og syngur það líka með henni. Staðfest lög eru “Me Against The Music”, “Brave Girl”, “Touch Of My Hand”, “Everytime”, “Early Morning”, “Breath On Me”, “Outrageous”, “Toxic Guy” og “Chaotic”. Lagahöfundur sem hún vann með eru t.d. P.Diddy,...

Þjóðkirkjan og hjónabönd samkynhneigðra. (18 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Nú hefur verið ágætlega mikil umræða í fjölmiðlum seinustu árin um samkynhneigða og réttindi þeirra, t.d. hvort það eigi að leyfa einstaklingum af sama kyni að ganga í hjónaband í þjóðkirkjunni. Mín skoðun er sú að þjóðkirkjan ætti ekki að leyfa það eða allavega ekki þurfa að gera það vegna kröfu almennings. Fólk getur ekki bara breytt trúarbrögðum í hvert einasta skipti sem samfélagið breytist! Einhver gæti t.d. krafist þess að kirkjan breyti boðorðinu um að virða foreldra sína af því t.d....

Karlakvöld á Spotlight.... (35 álit)

í Djammið fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég fór á karlakvöld á Spotlight á föstudaginn og skemmti mér mjög vel og var ánægður með andrúmsloftið og fleira (þó tónlistin hefði mátt vera betri en stanslaus techno lög eins og það væri sama lagið allan tímann)… Mér leið eins og ég væri á skemmtistað samkynhneigðra í Bandarískri kvikmynd. En málið er að mér finnst sorglegt að það sé ekki til neinn skemmtistaður fyrir homma á Íslandi. Auðvitað er gaman að djamma á “venjulegum” skemmtistöðum en málið er að það er ekki hægt að hözzla á...

Hinsegin dagar 2003. (92 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hinsegin dagar verða haldnir um næstu helgi, dagana 8.-9. ágúst og hvet ég alla til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu hátíð. Hápunktur hátíðarinnar er auðvitað gangan en það verður byrjað á því að stilla upp fyrir gönguna austan við Lögreglustöðina á Hlemmi kl. 13 á laugardegi. Svo verður lagt af stað kl. 15 og er gert er ráð fyrir því að gangan komist svo á áfangastað kl. 16:15. Margir gagnkynhneigðir og jafnvel samkynhneigðir skilja ekki tilgang göngunnar svo áður en þið ákveðið að...

Strákar passið ykkur! (52 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég ætlaði að finna upplýsingar um þetta málefni með íslenskum leitarvélum eða á heimasíðu stígamóta en fann ekki neitt og það versta er að ég var ekki hissa. En kíkti á erlendar heimasíðu aðallega úr Bandaríkjunum og Evrópu til þess að fræða mig smá um kynferðislegt ofbeldi gegn karlmönnum. Nú eins og á hverju ári er fyrir verslunarmannahelgina alltaf sent út þau skilaboð að stelpur eigi að passa sig og að strákar eigi að skilja að nei þýðir nei. En eru strákar líka fórnalömb ? Það er...

Kristanna Loken (3 álit)

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Kristanna Sommer Loken fæddist 8.október árið 1979 í Hudson, New York. Flestir þekkja þessa leikkona sem vonda vélmennið í Terminator 3 en hún hefur áður leikið í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og mun vonandi halda því áfram í framtíðinni enda góð leikkona að mínu mati. Hún er 180 cm, náttúrulegi hárlitur er dökk skolhærð, gráblá augu og hefur 6 tattoo. Fjölskylda hennar býr í sveitabæ þar sem þau rækta ávexti (LoveApple farm). Faðir hennar Chris Merlin Loken hefur starfað sem...

Kristanna Loken (11 álit)

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Kristanna Sommer Loken fæddist 8.október árið 1979 í Hudson, New York. Flestir þekkja þessa leikkona sem vonda vélmennið í Terminator 3 en hún hefur áður leikið í nokkrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum og mun vonandi halda því áfram í framtíðinni enda góð leikkona að mínu mati. Hún er 180 cm, náttúrulegi hárlitur er dökk skolhærð, gráblá augu og hefur 6 tattoo. Fjölskylda hennar býr í sveitabæ þar sem þau rækta ávexti (LoveApple farm). Faðir hennar Chris Merlin Loken hefur starfað sem...

Vinátta eftir samband... ? (12 álit)

í Rómantík fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég var að hætta með fyrsta kærastanum mínum og við vorum saman í 1 mánuð. Málið er að hann spurði mig hvort ég vildi vera vinur hans en ég vildi helst slíta öll tengsl allavega í bili… og svo kannski eftir mánuð hittast og verða vinir ef það gengur upp… Ég hef nefnilega heyrt að það sé mjög erfitt. En ég meina þetta var mjög stutt samband og endaði ekkert illa, vorum bara ekki að klikka saman nógu vel þó okkur líkaði vel við hvorn annan. Kannski væri það allt öðruvísi ef við höfðum verið...

Fjármál unga fólksins... (93 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég er alveg hneykslaður á því hversu mörg ung fólk í dag eyða peningum í óþarfa hluti án þess að spara á sama tíma. Auðvitað er hægt að segja þetta um alla aldurshópa en samt er eins og það sé óvenju mikið hjá ungu fólki sem gerir ekkert fyrr en þau læra af reynslunni í erfiðum aðstæðum að taka lán út og suður og borga svo stóran bolta af vöxtum! Líka mikilvægara þegar maður er ungur því það hefur áhrif á öll fjármálin í framtíðinni sérstaklega þegar fólk tekur lán eða fær sér kreditkort og...

"Breaking News"... Britney er EKKI hrein mey! (124 álit)

í Fræga fólkið fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Stríðið í Írak… WTC árásin í Bandaríkjunum… Og meydómur Britney Spears eiga það sameiginlegt að CNN í Bandaríkjunum flokkar þessar fréttir sem Breaking News. Í gær mánudaginn 8.júlí sýndi þátturinn Entertainment Tonight viðtal við Britney Spears og talaði hún um nýjustu plötu sína, hvernig það var að hætta með kærastanum Justin T, og meydóm sinn sem er frekar óvenjuleg enda hefur hún alltaf notað gamla góða “no comment” svarið seinustu 2 árin þegar það hefur verið spurt út í meydóm hennar....

Draumur um betra líf á Íslandi... (43 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég vil byrja á því að taka fram að ég er enginn sérfræðingur í pólitík en væri til í að sjá nokkur atriði breytast hér á Íslandi á næstunni. Þar sem núverandi ríkisstjórn vill bara halda “stöðuleikanum” efast ég um að þetta mun skeð á þessu kjörtímabili, en vonandi mun margt af þessu samt lagast í framtíðinni. Nú hefur Davíð Oddson (og félagar) talað um að lækka skatta um 30 milljarða u.þ.b, ég vil frekar hafa svipaða skatta eða meiri og bæta þjóðfélag okkar til hins betra. Ég veit að það er...

Að vera samkynhneigður árið 2003… (165 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég ákvað að skrifa þessa grein eftir að hafa talað við gagnkynhneigðan kunningja sem að hélt því fram að barátta samkynhneigðra í dag væri fáranleg því það væri ekkert meira til þess að berjast um, þetta tel ég án vafa vera rangt! Þessi barátta snýst jú auðvitað um lög og réttindi, en líka bara almennt um viðhorf samfélagsins. Í sambandi við lög þá bara gengur mjög vel, mannréttindi fólks tengist líka kynhneigð og eru lög um það að ekki má neyta manni þjónustu eða áreita hann fyrir það eina...

Áfengisaldurinn... ? (126 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég tel að aldurstakmörk í þjóðfélagi okkar fari pínu út í öfgar og væri ég til í að sjá miklar breytingar í þessum málum í nýju ríkisstjórninni. Tel ég að það mætti stokka þetta allt upp á nýtt. Ég skil að vissu leiti af hverju þetta er svona en ég er þó ekki sammála því og tel ég að með svona lögum sé hreinlega verið að ofvernda ungu kynslóðina sem ég tel ekki vera sniðugt. Það mætti breyta mörgu t.d. með aldurstakmörk á kvikmyndum/tölvuleikjum og annað, en vil ég frekar tala um lög um...

Ríkisstjórn Íslands þarf að bæta ástand geðsjúkra (55 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Í kvöld sá ég í fréttum stöðvar 2 að það er lokað á sumrin göngudeildum fyrir endurhæfingu geðsjúkra, bráðarmóttaka starfar þó áfram en augljóslega hefur þetta slæm áhrif á geðsjúka og missa þau langan tíma úr endurhæfingu. Ég vil ekki blanda of mikið af pólitík í þetta, en segi þó að Davíð Oddson og aðrir stjórnmálamenn hafa í kosningum verið að tala um hvað það sé gott að búa hérna og að líf hér sé svipað gott og á öðrum vestrænum ríkum löndum. En ég efast stórlega um að í þessum löndum...

Karlmenn með börn á brjósti... (12 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég var að lesa grein á vísindavefinum um karlmenn og af hverju þeir hafa geirvörtur eins og kvenfólkið. "http://visindavefur.hi.is/?id=2948" Þá komst ég að því að karlmenn geta líkamlega framleitt brjóstamjólk ef þeir hafa réttu hormónin í það, sumir fæðast með svona óvenjulegt magn af hormónum en í raun ættu flestir karlmenn að geta framleitt brjóstamjólk einfaldlega með því að taka inn sérstök hormón. Þá er spurning víst það er svona mikið jafnrétti í nútímasamfélagi, á ekki bara að láta...

Katla að leika sér úti á svölunum.... (19 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Hæ hæ ég á 1 1/2 árs kisu sem að heitir Katla. Við eigum heima í blokk á 3. hæð og því er Katla bara innikisa, en málið er að ég leyfi henni að leika sér úti á svölunum til þess að veiða flugur og sleikja sólina og svoleiðis :) Svalirnar okkar eru ekki tengdar við aðrar svalir svo hún getur ekki verið að fara eitthvað í burtu, eina leiðin í raun væri að detta niður. Um daginn þá var Katla að veiða flugu og gleymdi hún sér dáldið og datt næstum því af svölunum, hún fór útaf og var þarna hinum...

Veljum nýja og betri ríkisstjórn á morgun! (139 álit)

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Kæru Íslendingar og kjósendur. Ég veit að mörg ykkar sem að ætlið að kjósa eruð ekki en þá búin að ákveða hvaða flokk þið ætlið að kjósa og því ákvað ég að skrifa þessa grein og hvetja ykkur til þess að merkja við X-S í ár. Ég vona samt að það sé hægt að hafa þessa umræðu hérna á Huga án þess að fólk fari að rífast hérna vilt og galið. Ég er einfaldlega að styðja Samfylkinguna og ætla ekkert að fara að kalla Sjálfstæðisflokkinn ýmsum nöfnum, þó ég gagnrýni hann kannski eitthvað smá en þá...

Katrín Júlíusdóttir (14 álit)

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Katrín Júlíusdóttir er í baráttusæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hvert atkvæði gæti ráðið úrslitum um hvort þessi unga baráttukona verður þingkona fyrir Sanfylkinguna eftir kosningar. Hún fæddist 23.nóvember 1974 og á einn son sem heitir Júlíus og er fæddur 1.mars 1999. Katrín er kópavogsbúi, Samfylkingarkona og Kaiserslautern-áhangandi af miklum krafti. Hún útskrifaðist frá Mk vorið 1994 og haustið 1995 byrjaði hún í mannfræði við Háskóla Íslands. Katrín hefur tekið þátt í...

Vinsældir Samfylkingar að aukast HRATT! (83 álit)

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Nú nokkrum dögum fyrir kosningar eru fleiri fólk búin að ákveða hvaða flokk þau ætla að kjósa í ár. Og er niðurstaðan sú að Samfylkingin er búin að auka fylgi sitt gífurlega eða um 6%! Ástæðan tel ég vera sú að fleiri af þeim sem að voru óákveðin fyrir nokkrum dögum ákveða frekar að greiða atkvæði sitt til Samfylkinguna en Sjálfstæðisflokksins! Ef að niðurstaða kosningarnar verða svipaðar þá þýðir það að ríkisstjórnin mun falla! Sem eru auðvitað góðar fréttir enda löngu kominn tími til þess...

Ísland í 1-3 sæti í Eurovision 2003! (154 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 12 mánuðum
Ég veit að þetta tengist tónlist en þessi keppni er eitthvað sem að flestir í þjóðinni fylgjast með, því vona ég að það sé í lagi að hafa þetta hérna á Deiglunni… Seinustu daga hef ég verið að skoða kannanir á heimasíðum um alla Evrópu um hvaða land/lag mun sigra í Eurovision í ár og var ég mjög ánægður með að sjá að í 90% af könnununum var Ísland í topp 3 sætunum! Oftast var Ísland í 2.sæti en stundum var það í 3 eða 1 sæti… Ég ákvað að reikna út meðaltal og lýtur það svona út.. 1. Spánn 2....

Mun fólk kjósa rétt ? (78 álit)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú á ég von á því að mjög margir eigi eftir nota kosningarétt sinn þetta ár og verða úrslitin líklega mjög spennandi enda er Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn að berjast um hvor fær fleiri atkvæði… og svo auðvitað hinir litlu flokkarnir sem fá enga athygli ;) En allavega með þessari grein vil ég hvetja fólk til þess að spá í því hvaða flokk þau ætla að kjósa og AFHVERJU! Mér finnst eins og gífurlega margir velji flokk útaf gömlum vana, hópþrýstingi eða afþví að þeim líkar svo vel við...

Fleiri nauðganir útaf Britney Spears ? (151 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Núna er ég vanur því að horfa á fréttir stöðvar 2 kl 18:30 á hverjum degi og er ég oftast ánægður með þær fréttir sem þau sýna.. En í kvöld þá voru þau með frétt um nauðganir, og þau sýndu uppi í horninu mynd úr “I'm a Slave 4 U” myndbandinu með Britney Spears. Það fyrsta sem ég hugsaði var að tæknin væri að stríða þeim og þau hefðu sett vitlausa mynd, en nei nei seinna sýndu þau búta úr “I'm a Slave 4 U” myndbandinu á meðan einhver kelling talaði um það hvernig frægar söngkonur sem væru...

Britney Spears er að klára nýjustu plötu sína (52 álit)

í Popptónlist fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Núna er Britney Spears búin að vera að vinna í nýjustu plötu sinni seinustu mánuðina. Britney var um daginn að kynna fyrstu TRL verðlaunaafhendinguna ásamt Carson Daily og vann hún einnig fyrstu verðlaunin eða “First Lady” verðlaunin sem að eru gefin besta kvenkyns listamanni sem að hefur komið í þáttinn. Britney talaði einnig dáldið um nýjustu plötu sína en hún sagði að hún myndi líklega klára hana eftir mánuð, sem þýðir að hún verður líklega komin á markaðinn í sumar. Þessi plata verður...

FORDÓMAR í samfélaginu! (118 álit)

í Deiglan fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Núna verð ég bara að skrifa þessa grein, ég er kominn með ógeð á fordómum fólks í samfélaginu. Hef ég ákveðið að skrifa þessa grein í von um að ég fái fólk til að hugsa aðeins út í hvað það segir áður en það segir það. Það sem fékk mig til að byrja að skrifa þessa grein eru fordómar fólks hérna á Huga, þó það sé kannski meira um fordóma á internetinu en úti í samfélaginu þá er þetta samt í raun bara verið að sýna það sem fólk hugsar og þorir ekki að segja beint við aðra manneskju með orðum....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok