Ég veit að þetta tengist tónlist en þessi keppni er eitthvað sem að flestir í þjóðinni fylgjast með, því vona ég að það sé í lagi að hafa þetta hérna á Deiglunni…

Seinustu daga hef ég verið að skoða kannanir á heimasíðum um alla Evrópu um hvaða land/lag mun sigra í Eurovision í ár og var ég mjög ánægður með að sjá að í 90% af könnununum var Ísland í topp 3 sætunum! Oftast var Ísland í 2.sæti en stundum var það í 3 eða 1 sæti…

Ég ákvað að reikna út meðaltal og lýtur það svona út..

1. Spánn
2. Ísland
3. Tyrkland

Fleiri lönd í topp 10 eru t.d. Frakkland, Rússland, Holland og fleiri…

En þó var ég ekki sáttur við að flestar af þessum könnunum voru ekki með kerfi til að koma í veg fyrir að fólk kjósi sitt eigið land.. Því er t.d. Spánn sem er stórt land líklega að fá miklu meira af atkvæðum frá eigin þjóð heldur en Ísland!

Ég komst auðveldlega upp með það að kjósa Ísland en ég sá einusinni könnun sem var með vörn gegn þessu, og þá var Ísland auðvitað í 1.sæti ;D

Hægt er að fara á Altavista.com og skrifa “Eurovision 2003 poll” og þá kemur fullt af linkum til að geta kosið :) Ein af þeim síðum sem ég skoðaði var þessi "http://www.escchart.net/index.php?http%3A//www.esccha rt.net/overview.html“

Hérna er líka skemmtilegur linkur afhverju það eru ágætar líkur á sigri í ár ”http://fortuna.is/personal/euro/htm/pattern.htm

Svo þetta verður líklega svipað og árið 1999 þegar Ísland var að berjast um fyrsta sætið. Svo til þess að hjálpa Birgittu í keppninni þá hvet ég ykkur til þess að kjósa EKKI Spán, þar sem þetta er líklegasta landið til þess að vinna þá eruð þið að minnka líkur okkar í þessari keppni með því að kjósa það!

Já kannski er það ekki heiðarlegt en það er örugglega fullt af fólki í Evrópu sem að hugsar svona líka t.d. á Spáni og kýs okkur ekki, því vona ég að þið takið því ekki illa að ég sé að ”svindla" svona :)

Áfram Ísland!!! ;D