Ég var að hætta með fyrsta kærastanum mínum og við vorum saman í 1 mánuð. Málið er að hann spurði mig hvort ég vildi vera vinur hans en ég vildi helst slíta öll tengsl allavega í bili… og svo kannski eftir mánuð hittast og verða vinir ef það gengur upp…

Ég hef nefnilega heyrt að það sé mjög erfitt. En ég meina þetta var mjög stutt samband og endaði ekkert illa, vorum bara ekki að klikka saman nógu vel þó okkur líkaði vel við hvorn annan.

Kannski væri það allt öðruvísi ef við höfðum verið saman lengur en ár og verið brjálæðislega ástfangnir.. er það ekki ?

Allavega mér þykir vænt um þennan strák og ég veit að honum þykir vænt um mig. Hef meira að segja heyrt um nokkur dæmi þar sem fólk hefur orðið góðir vinir eftir stutt samband, því þau hafa byrjað samband af því þeim líkaði vel við hvort annað en áttað sig svo seinna að það var bara á vitlausum nótum og væri kannski betra sem bara vinátta.

Ætti ég ekki bara að hitta hann eftir nokkrar vikur og reyna það ? Ég vil samt náttúrulega ekki strax hefja vináttu því það yrði skrýtið að hoppa beint úr sambandi í vináttu.

Vona að einhver gefi mér góð ráð. Takk fyrir :)