Að vera samkynhneigður árið 2003… Ég ákvað að skrifa þessa grein eftir að hafa talað við gagnkynhneigðan kunningja sem að hélt því fram að barátta samkynhneigðra í dag væri fáranleg því það væri ekkert meira til þess að berjast um, þetta tel ég án vafa vera rangt!

Þessi barátta snýst jú auðvitað um lög og réttindi, en líka bara almennt um viðhorf samfélagsins. Í sambandi við lög þá bara gengur mjög vel, mannréttindi fólks tengist líka kynhneigð og eru lög um það að ekki má neyta manni þjónustu eða áreita hann fyrir það eina hvaða kynhneigð hann tilheyrir. Og miða við hvert þetta stefnir þá verður líklega breytt lögum á þessum áratugi þannig að samkynhneigð pör fái sama rétt og gagnkynhneigð pör til þess að ættleiða saman börn.

En að breyta viðhorfi almennings er ekki jafn auðvelt og að skrifa niður lög! Margir hafa ekkert á móti samkynhneigð og var það frekar augljóst í fyrra þegar 1/10 þjóðarinnar tók þátt í Gay Pride hátíðinni. En það eru líka margir sem að sitja heima hjá sér og bölva yfir þessum ”kynvillingum” eins og sumir vilja orða það. En jafnvel þó að fólk gengur ekki það langt að vera að hata samkynhneigða, þá er samt eins og það sé oft fælni eða bara skrýtin hegðun hjá fólki þegar þau hitta samkynhneigða eða jafnvel bara það að tala um samkynhneigð. Ég skal taka nokkur dæmi til þess að útskýra mál mitt…

Bíllinn hans Jóhanns bilaði og því þurfti hann að finna aðra leið til þess að komast heim til sín úr vinnunni, kunningi hans og starfsfélagi spurði hann hvort hann vildi ekki bara fá far hjá sér. Jóhann þakkaði fyrir boðið, en sagði að kærastinn sinn ætlaði að sækja sig svo hann þyrfti ekki far. Kunninginn segir ”Ha ? Bíddu ertu hommi ?”… Hversu oft skeður þetta fyrir gagnkynhneigða ?

Guðmundur sá neyðarkall frá blóðbankanum í fréttunum, svo hann ákvað bara að skella sér þangað daginn eftir og gefa blóð víst það væri svona mikið neyðarástand. Hann mætti en komst svo að því að hann mætti ekki gefa blóð því hann hafði stundað samkynhneigt kynlíf.

Jóhanna og Guðrún eru á stefnumóti í kvikmyndahúsi, fyrir aftan þær situr kona og tvær dætur hennar. Jóhanna og Guðrún hafa áhuga á hvor annarri og tjá það með því að kyssast, konan fyrir aftan flýtir sér að færa sig á annan stað í salnum með dæturnar og vonar að þær hafi ekki séð neitt af þessu samkynhneigða augnabliki.

Hulda og Edda eru að versla í kringlunni, þær eru að labba á milli verslana þegar þær sjá tvo karlmenn vera að kyssast. Þeim bregður og eyða næstu 10 mínútum í að tala um þennan koss sem þær sáu.

Þrátt fyrir þetta þá geta margir samkynhneigðir á Íslandi lifað ágætu eða góðu lífi, staðan í dag er auðvitað rosalega góð miða við hvernig þetta var áður eða er í öðrum löndum. Í gamla daga var litið á samkynhneigð (kynvillu) sem sjúkdóm og var jafnvel drepið fólk fyrir samkynhneigð. Því miður er það en þá þannig í löndum sem að eru aðeins á eftir okkur í þróuninni. Samt miða við mína reynslu þá tel ég að fleiri samkynhneigð fólk eru í skápnum en þau sem að eru úti, gæti giskað að á Íslandi og í mörgum nútíma samfélögum sé þetta svona 50/50 en á heimsmælikvarða svona 70-80% inni í skápnum. Samt ekki taka þessum tölum alvarlega enda er ég bara að giska og verður líklega aldrei hægt að vita það nákvæmlega enda er ekki hægt að vita hvernig allir hugsa og skynja heiminn.

Samkynhneigðir eru ekki lengur brenndir á bálum í þessum hluta heimsins, en það þýðir ekkert að nú eigi bara að hætta baráttunni og finnast allt bara vera í lagi. Að mínu mati verður baráttan búin þegar fólk hreinlega þarf ekki að fara út úr skápnum, því að það verði alveg jafn sættanlegt af samfélaginu að vera samkynhneigður, gagnkynhneigður eða tvíkynhneigður. Svo komast ættingjar og vinir bara að því hvaða kynhneigð maður tilheyrir þegar maður er kominn á stefnumótaaldurinn.

Vona að þessi grein fær fólk til þess að hugsa, og hætta að koma fram við samkynhneigða eins og geimverur eða Michael Jackson.