Queer as Folk ... Eftir að hafa hætt við að sýna þessi þætti á Skjá 1 var loksins sýnt fyrsta þáttinn á Skjá 2 í kvöld, ég hef reyndar séð þennan þátt og marga aðra en það er alltaf gaman að horfa á þá aftur.

“Queer as Folk” fjallar um líf þriggja manna sem búa í Manchester í Bretlandi. Aðalpersónan heitir Stuart (Aidan Gillen) og besti vinur hans heitir Vince (Craig Kelly). Svo í fyrsta þættinum kynnist Stuart ungum stráki sem að heitir Nathan og er að taka sín fyrstu skref í heimi samkynhneigðra djammara og endar það á mjög skemmtilegan hátt. :)

Þessir þættir eru mjög skemmtilegt og það er ótrúlegt hversu vel þessir gagnkynhneigðu leikarar fara með hlutverk sín í þessum þáttum, sérstaklega í tilfinningalegum og kynferðislegum atriðum. Mæli með þessum þáttum fyrir alla sem hafa gaman af því að horfa á skemmtilega þætti.

P.s. Bandaríkjamenn eru víst líka með eigin útgáfu af þessum þáttum en ég hef heyrt að þeir séu ekki jafn góðir.