Katrín Júlíusdóttir Katrín Júlíusdóttir er í baráttusæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hvert atkvæði gæti ráðið úrslitum um hvort þessi unga baráttukona verður þingkona fyrir Sanfylkinguna eftir kosningar.

Hún fæddist 23.nóvember 1974 og á einn son sem heitir Júlíus og er fæddur 1.mars 1999. Katrín er kópavogsbúi, Samfylkingarkona og Kaiserslautern-áhangandi af miklum krafti. Hún útskrifaðist frá Mk vorið 1994 og haustið 1995 byrjaði hún í mannfræði við Háskóla Íslands.

Katrín hefur tekið þátt í stjórnmálastarfi síðan hún var 18 ára gömul en þá stofnaði hún ásamt nokkrum félögum úr Mk, Vakningu sem var ungliðahreyfing Alþýðubandalagsins í Kópavogi. Hún hafði alltaf fylgst vel með stjórnmálum og þegar hún var yngri var hún harðákveðin í því að verða framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til þess að geta haft áhrif til breytinga á heiminum. En nú hafa draumar hennar um starfsframa breyst en hugsjónirnar eru enn til staðar. Síðan fór hún með Alþýðubandalaginu inn í Samfylkinguna og tók hún þátt í því samrunaferli m.a. með þáttöku í Grósku, stofnun Ungra jafnaðarmanna og setu í miðstjórn Alþýðubandalagsins.

Vorið 1997 fór hún í framboð fyrir Röskvu í stúdenta og háskólaráðskosningum, og skipaði fyrsta sæti til háskólaráðs. Sat þannig í háskóla- og stúdentaráði 1997 - 1999 í meirihluta. Þá sat hún í nefndum og starfshópum innan háskólans samhliða setu hennar í háskólaráði. Fyrra árið sat hún jafnframt í stjórn stúdentaráðs og hið seinna gengdi hún starfi framkvæmdastjóra Stúdentaráðs.

Katrín hefur setið í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins og er nú í embætti varaformanns framkvæmdastjórnarinnar. Var varaformaður í fyrstu stjórn Ungra jafnaðarmanna og síðar formaður. Hún skipaði 8 sæti á lista Samfylkingarinnar til alþingiskosninga 1999 í Reykjaneskjördæmi og er varaþingmaður.

Einnig hefur hún unnið hin ýmsu störf með námi frá unga aldri. Byrjaði í frystihúsi í Kópavogi þegar hún var aðeins 7 ára. Síðan þá var unnið á hverju sumri við netagerð, húsmálun, þrif á lóðum, naglhreinsun, fiskvinnslu, afgreiðslu í verslunum, símsvörun hjá Pizzafyrirtæki, innkaupastjórn svo eitthvað sé nefnt.

Að loknu lögbundnu fæðingarorlofi haustið 1999 hóf hún störf sem framkvæmdastjóri innflutningsfyrirtækis sem jafnframt rak 3 verslanir í Reykjavík og á Akureyri. Þar sá hún um daglegan rekstur, innkaup og starfsmannahald. Í október 2000 söðlaði hún heldur betur um og hóf störf hjá Innn.hf sem er framsækið ráðgjafar- og hugbúnaðarhús í Reykjavík. Þar starfar hún enn sem verkefnastjóri og ráðgjafi.

Gefum þessari ungu baráttukonu tækifæri til þess að verða þingkona og veljum X-S á laugardaginn.