Nú á ég von á því að mjög margir eigi eftir nota kosningarétt sinn þetta ár og verða úrslitin líklega mjög spennandi enda er Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn að berjast um hvor fær fleiri atkvæði… og svo auðvitað hinir litlu flokkarnir sem fá enga athygli ;)

En allavega með þessari grein vil ég hvetja fólk til þess að spá í því hvaða flokk þau ætla að kjósa og AFHVERJU! Mér finnst eins og gífurlega margir velji flokk útaf gömlum vana, hópþrýstingi eða afþví að þeim líkar svo vel við einhvern einstakling í flokknum (t.d. Davíð eða Ingibjörg)

Hef talað við nokkur fólk sem ég þekki og spurt hver ástæðan sé fyrir því að þau ætli að kjósa sérstakan flokk.. Annars þá fékk ég eiginlega bara dæmi um Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna svo ekki móðgast yfir því að ég nefni ekki hina flokkana :) Skal nefna nokkur dæmi sem er mjög týpískt yfir það sem ég hef heyrt…

“Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn og mun alltaf gera það”

“Ég nenni ekkert að fylgjast með pólitík en ég kýs bara Samfylkinguna afþví að allir í fjölskyldunni minni gera það”

“Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn afþví að mér finnst Ingibjörg vera með svo leiðinlegan karakter”

“Mér er skítsama hvaða flokkur nær meirihluta, en ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn afþví að kærastan mín sem hefur ekki kosningarétt bað mig um það”

“Ég held að ég kjósi bara þann flokk sem fær mesta fylgi í könnunum rétt fyrir kosningar”

“Ég ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn afþví að Ingibjörg lofaði að fara ekki á þing”

“Ég veit ekkert um þessa flokka en ég ætla að kjósa afþví að það er gaman að taka þátt í þessu”…

Hvernig væri að fólk kynni sér stefnur flokkana og kjósi eftir þeim ? Þjóðin okkar hefur verið stolt yfir því hversu margir taka þátt í kosningunum, en er það nokkuð jákvætt ? Eru þá ekki bara meiri líkur á að fólk kjósi án þess að kynna sér málin ?

Ég þoli líka ekki þegar fólk velur sér flokk og styður hann í gegnum súrt og sætt, þetta er ekki hjónaband og það er ekkert vit í að kjósa alltaf sama flokkinn aftur og aftur án þess að spá í því… Flokkarnir breytast og koma með nýjar stefnur og fólk sem að kýs ætti að kynna sér stefnur flokkana fyrst og velja svo þann flokk sem hefur stefnur sem maður er sáttur við.

Núna er ég frekar ungur og er í raun bara nýbyrjaður á því að spá í kosningar, en miða við samskipti mín við fólk finnst mér eins og það séu allt of margir þarna úti sem að eru ekki að nota kosningarétt sinn af viti!

Svo ef þið eruð ekki viss eða ætlið að fara að kjósa flokk án þess að hafa skoðað vel stefnur hans og aðra flokka, þá vona ég að þið sleppið því frekar bara að kjósa! Betra að kjósa ekkert heldur en að krossa bara við eitthvað…

Núna fæ ég ekki að kjósa á þessu ári afþví að ég á afmæli svo seint á árinu :( En ég fæ þá allavega 4 ár til þess að fylgjast vel með og spá vel í flokkunum og stefnum þeirra áður en ég tek stóra skrefið og kýs í fyrsta skipti :)

En jæja vona að það hafi verið eitthvað vit í þessari fyrstu grein minni um stjórnmál, plís ekki hakka mig í spað ef ég sagði eitthvað vitlaust hehe :)