Britney Spears er að klára nýjustu plötu sína Núna er Britney Spears búin að vera að vinna í nýjustu plötu sinni seinustu mánuðina. Britney var um daginn að kynna fyrstu TRL verðlaunaafhendinguna ásamt Carson Daily og vann hún einnig fyrstu verðlaunin eða “First Lady” verðlaunin sem að eru gefin besta kvenkyns listamanni sem að hefur komið í þáttinn. Britney talaði einnig dáldið um nýjustu plötu sína en hún sagði að hún myndi líklega klára hana eftir mánuð, sem þýðir að hún verður líklega komin á markaðinn í sumar.

Þessi plata verður líklega mjög ólík fyrri plötum hennar því að hún er að vinna með allt öðru fólki en hún var t.d. að vinna með þegar hún gerði “Baby One More Time”. Lögin á plötunni eiga víst að vera meira í annað hvort “electric pop” stíl sem geta að vissu leiti verið dáldið lík techno lögum. Eða þá meira funky lög sem Britney lýsir að sé meira svona “James Brown, funky and nasty”.

Búið er að staðfesta 2 lög sem að verða á plötunni en þau heita “Sacred” og “Free”. Britney skrifaði bæði lögin sjálf en hún mun líklega skrifa flest eða öll lögin á plötunni. Britney hefur talað um að hún vilji byrja að framleiða lög sjálf á næstunni, semsagt þá ekki bara skrifa textann heldur að búa til sjálft lagið
í hljóðverinu. Ekki hefur verið staðfest hvort það verði einhver lög framleidd algjörlega af henni á fjórðu plötunni en hún mun þó allavega vera aðstoðar framleiðandi.

Þeir framleiðendur sem hafa verið nefndir þarna fyrir vestan að séu að vinna með henni eru: William Orbit, Missy Elliot, Daftpunk, Timberland, Rodney “Darkchild” Jerkins, Fred Durst og The Neptunes.

Ekkert hefur verið talað um að hún sé að vinna með Max Martin sem ég tel að séu góðar fréttir, hún vann með honum við t.d. lögin “Baby One More Time”, “Oops I Did It Again” og
“Overprotected” og í raun alveg 1/3 af lögum sem hún hefur gert. Þó að þetta séu góð lög þá er þessi stíll af popp lögum orðinn úreltur og því fagna ég að hún sé að vinna meira með nýju fólki.

Fleira sem er í fréttum af Britney er að það er búið að staðfesta að hún mun leika í “Nascar” kappakstursmynd á þessu ári, og einnig hefur verið talað um að hún eigi að leika dóttur Bruce Willis í “Die Hard 4” en þó er ekki búið að staðfesta það.

Þó að hún hefur verið gagnrýnd mikið seinustu árin bæði af fjölmiðlum og almenningi þá ljúga tölur ekki, og miða við sölu á geisladiskum hennar þá hefur hún verið vinsælasta söngkona heimsins seinustu 4 árin. Og orðin ein af valdamestu stjörnum heimsins. Fjórða platan hennar á leiðinni þó að margir gagnrýnendur töldu að hún ætti ekki eftir að halda vinsældum lengur en 1-2 ár. Ég mun auðvitað ásamt milljónum aðdáenda hennar um heim allan, bíða spenntur eftir að fjórða platan hennar komi á markaðinn.