Nú hefur verið ágætlega mikil umræða í fjölmiðlum seinustu árin um samkynhneigða og réttindi þeirra, t.d. hvort það eigi að leyfa einstaklingum af sama kyni að ganga í hjónaband í þjóðkirkjunni. Mín skoðun er sú að þjóðkirkjan ætti ekki að leyfa það eða allavega ekki þurfa að gera það vegna kröfu almennings. Fólk getur ekki bara breytt trúarbrögðum í hvert einasta skipti sem samfélagið breytist! Einhver gæti t.d. krafist þess að kirkjan breyti boðorðinu um að virða foreldra sína af því t.d. faðir hans misnotaði hann og hann vill vera trúaður, en samt ekki bera virðingu fyrir honum án þess að vera að brjóta boðorð trúarinnar.

Hvort sem við sættum okkur við það eða ekki þá hefur trúarlegt hjónaband alltaf verið fyrir KARL OG KONU en ekki karl og karl eða konu og konu, við getum ekki breytt þessari staðreynd nema þá bara að stofna okkar eigin trú sem leyfir hjónabönd samkynhneigðra.

En í hinu nútíma samfélagi er í raun hægt að skipta hjónabandi í tvo flokka, eða trúarlegt hjónaband og löglegt hjónaband sem staðfestir á svörtu og hvítu hver sé maki þinn og hefur áhrif t.d. á skatta, barneignir og fleira. Svo ég styð það að samkynhneigðir staðfesti ást sína með borgarlegu hjónabandi og fái nákvæmlega sömu réttindi og öll önnur hjón nema réttindin að halda athöfnina í kirkju og/eða með blessun prests. Alveg eins og þú ferð ekkert að ganga í aðra trú t.d. Islamstrú og fara svo að berjast fyrir réttindum þínum til þess að þurfa ekki að biðja til Allah oft á dag. Annað hvort sættir þú þig við trúna og reglur hennar eða velur aðra trú, mjög einfalt mál.

Margir vilja ekki borgarlegt brúðkaup af því það sé eitthvað svo leiðinlegt og ekki jafn sérstakt og trúarlegt hjónaband. En er ekki málið bara að samkynhneigðir þrói sérstök brúðkaup með sérstökum hefðum fyrir samkynhneigða ? Ég meina er það ekki frekar auðvelt að taka bara hefð frá gagnkynhneigðu fólki og breyta svo engu nema að það séu tveir einstaklingar af sama kyni ? Að mínu mati væri bara skemmtilegra og sérstakara að gera það, t.d. að einhver úr samtökum samkynhneigðra sjái um athöfnina og það væru sérstakar hefðir um t.d. hlutverk ættingja í brúðkaupinu og annað sem ekki gilda í gagnkynhneigðum brúðkaupum.

Sjálfur ætla ég að skrá mig á næstunni úr þjóðkirkjunni og hvet samkynhneigða (og aðra) til þess að gera það sama í stað þess að væla yfir öllum reglum sem þau vilja breyta. Vona annars að þeir sem eru að berjast fyrir þessum réttindum móðgist ekki við að lesa þessa grein, þetta er bara mín skoðun og er í raun aðal tilgangurinn að fá umræðu um þetta málefni, ef ég hef eitthvað rangt fyrir mér endilega látið mig þá vita.

Kveðja Geiri.