Veljum nýja og betri ríkisstjórn á morgun! Kæru Íslendingar og kjósendur.

Ég veit að mörg ykkar sem að ætlið að kjósa eruð ekki en þá búin að ákveða hvaða flokk þið ætlið að kjósa og því ákvað ég að skrifa þessa grein og hvetja ykkur til þess að merkja við X-S í ár.

Ég vona samt að það sé hægt að hafa þessa umræðu hérna á Huga án þess að fólk fari að rífast hérna vilt og galið. Ég er einfaldlega að styðja Samfylkinguna og ætla ekkert að fara að kalla Sjálfstæðisflokkinn ýmsum nöfnum, þó ég gagnrýni hann kannski eitthvað smá en þá innan eðlilega marka. Ég þoli ekki þegar umræður fara út í öfga og fólk byrjar jafnvel að rífast eins og kettir í slagsmálum! Ef þið viljið rífast á gróflegan hátt og uppnefna fólk og/eða flokka þá vinsamlegast skrifið ykkar eigin grein því ég vil ekki sjá það hér!

Samfylkingin hefur marga hæfa einstaklinga í flokknum sínum og má nefna t.d. Össur Skarphéðinsson, Jóhann Ársælsson, Kristján L. Möller, Margrét Frímannsdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Og eftir að hafa farið á fundi hjá þessum flokki hef ég tekið eftir því að þau eru öll mjög orkumikil og leggja alla sína krafta í þessa baráttu um betri stjórn fyrir þjóðina okkar.

Þetta er mikilvægasti réttur okkar að fá að kjósa ríkisstjórn, ekki eru allir svo heppnir í heiminum að fá að kjósa ríkisstjórn í landi sínu. Því pirrar það mig gífurlega að fólk sýni þessum rétti sínum mikla óvirðingu með því að t.d. kjósa sama flokkinn ár eftir ár útaf fjölskylduhefð eða það að fólk styður engan flokk en kýs samt flokk fyrir vini eða ættingja. Staðan í dag er í raun þannig að nokkur atkvæði verða á milli þess hvort að stjórnin falli eða ekki, minnir mann pínu á Bush og Gore málið í USA. Tækifærið er núna og ættum við öll að stöðva tímabil hnignunar velferðarkerfisins, óréttlætis í skattheimunni, forréttinda og einokunar í sjávarútvegi og kyrrstöðu í menntamálum.

Sjálfur styð ég Samfylkinguna af því að ég er meðalmaður og í menntaskóla, á ömmu og afa sem að nú eru að sækja um að komast á elliheimili en ekkert gengur upp, systur sem er fötluð og býr á sambýli, og útaf öllu fólkinu sem að núverandi ríkisstjórn hefur ekki aðstoðað í því að eiga venjulegt líf eins og allir aðrir. Þó að Samfylking vill auka réttindi fólks og minnka stéttarbilið þá er þessi flokkur líka hæfur til þess að sjá um allt annað og er það fáranlegt hvernig Davíð Oddson og vinir hans lýsa því að allt fari á hausinn ef ekki er merkt við X-D!

Samfylkingunni vill endurreisa velferðarkerfið, þannig að allir geti lifað með öryggi og reisn. Flokkurinn vill fjárfesta í framtíðinni með nýrri sókn í menntamálum og færa þjóðinni aftur auðlindina og arðinn af henni. Bætum stöðu barnafólks með réttlátu skattakerfi og lækkum skatta á alla þá sem ríkisstjórnin setti á skattklyfjar á þessu kjörtímabili. Veljum ekki óbreytt ástand með Sjálfstæðiflokkinn og Framsóknarflokkinn í stjórnarráðinu. Bætum stöðu þjóðarinnar og höfum jafnrétti fólks í forgangi. Veljum nýja ríkisstjórn þar sem Samfylkingin verður forystuafl. Herðum lokasóknina og látum það takast að koma á nýrri ríkisstjórn þar sem Samfylkingin verður kjölfestan.

Ekki merkja við X-D af því að mamma og pabbi gerðu það fyrir 10 árum! Merkið við X-S til þess að auka líkurnar á því að við fáum betra og sanngjarnara samfélag á Íslandi næstu 4 árin og vonandi lengur en það.

Ég hvet ykkur til þess að lesa vel yfir stefnur flokksins áður en þið veljið á morgun – ”http://www.samfylking.is/?i=3

Tækifærið er núna, grípið það og merkið X við S á morgun.

Takk fyri