Ég var að lesa grein á vísindavefinum um karlmenn og af hverju þeir hafa geirvörtur eins og kvenfólkið. "http://visindavefur.hi.is/?id=2948"

Þá komst ég að því að karlmenn geta líkamlega framleitt brjóstamjólk ef þeir hafa réttu hormónin í það, sumir fæðast með svona óvenjulegt magn af hormónum en í raun ættu flestir karlmenn að geta framleitt brjóstamjólk einfaldlega með því að taka inn sérstök hormón.

Þá er spurning víst það er svona mikið jafnrétti í nútímasamfélagi, á ekki bara að láta karlmennina sjá um þennan pakka ? Hver veit nema við látum alla karlmenn taka inn hormón og svo smátt og smátt þróumst við þannig að konan sér um þessa 9 mánuði að ganga með barnið, og svo sér karlmaðurinn aðallega um að sjá um barnið með t.d. brjóstagjöf.

Væri ekki bara ágætt að gefa konunum smá frelsi og leyfa þeim að fara að vinna eða skemmta sér með vinkonunum, á meðan karlmaðurinn er heima að gefa barninu brjóstamjólk ? Einnig getur þetta virkað mjög vel fyrir t.d. einstæða feður eða samkynhneigða karlmenn sem að ættleiða.

Bara svona smá að spá í hlutunum, en líklega verður þetta aldrei að raunveruleika, því að staðlaðar hugmyndir karlmanna og þjóðfélagsins um karlímyndina eru ekki beint ekki í samræmi við að karlmenn hafi barn á brjósti :)