Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Contact.

í Kvikmyndir fyrir 21 árum, 1 mánuði
SPOILER Já ég segi það sama, fór í annað sólkerfi þar sem hún hitti pabba sinn! Toppur væmninnar.

Re: Jules Verne

í Bækur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hann skrifaði nú enn fleiri bækur sem ég man ekki hvað heita almennilega, en t.d. Börn Grants skipstjóra Leyndardómaeyjan Fimmtán ára skipstjóri Ferðin til tunglsins o.fl. Endilega segið mér hvað þessar bækur heita í raun :)

svona svona

í Skóli fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það er dans í MH, ekki halda að þú losnir við þetta þegar þú ferð í framhaldsskóla ;) Ég lærði annars bara dans í 4. bekk og þá fannst öllum þetta voða hallærislegt. Dans ætti frekar að vera á framhaldsskólastigi, krakkarnir eru farnir að meta þetta betur og allir dansa við alla. Og þú hagaðir þér bara eins og fáviti þegar þú vildir ekki dansa við óvinsæla stelpu, hvernig helduru að henni hafi liðið? Ég reyndar viðurkenni að það er ekkert mjög gaman að dansa við andfúla eða sveitta...

Re: Hurricane - sekur eða saklaus

í Gullöldin fyrir 21 árum, 1 mánuði
Lag Bob Dylans er auðvitað bara snilld! En þar sem ég ætla mér að horfa á myndina í kvöld þá bíð ég með að lesa meirihlutann af greininni.

Re: Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness

í Bækur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég myndi nú ekki fá mikið fyrir svona ritgerð í mínum skóla, þetta er að mjög miklum hluta endursögn. Mér finnst þú líka reyna að fjalla um of margt í ritgerðinni. En ég um það…

Re: James Patrick Page

í Gullöldin fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jei, ég fögnum nýrri grein!

Re: Kallinn á bolunum - Che Guevara

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Það var góð myndasaga um þetta í Fréttablaðinu í dag. Kona var að sýna nýja tattúið sitt og segja að þetta væri kínverskt tákn fyrir heimsfrið. Álengdar stendur Kínverji, horfir á tattúið og hugsar “lekandi?!”. Kannski ekki alveg sambærilegt, en sýnir þó hvað fólk á það til að bera merki sem það hefur ekki hugmynd um hvað þýða.

Re: ég elska þig á mörgum tungumálum.

í Rómantík fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Já, þetta er líka vitlaust á pólsku, maður segir “kocham cie” en ekki “ja kocham cie”. Þetta lítur út eins og þýðing úr babelfish

Re: Hvort finnst ykkur flottara..........

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 2 mánuðum
11 ára var ég 159cm og hæst í bekknum. Í dag, 6 árum seinna, er ég enn 159cm og lægsta stelpan í vinahópnum… þannig að ekkert vera að vandræðast að hæð enn :)

Re: Sund í gagnfræðaskóla!!!

í Skóli fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Við máttum nú klára sundið í 10. bekk í mínum grunnskóla, eftir það var það valfag. Og í sambandi við “það er ekkert sund í framhaldsskóla ” þá er þetta kannski sums staðar rétt, en ekki í MH ;)

Re: MH kórinn

í Músík almennt fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Já, fín ritgerð, skárri en ritgerðin en mín um RÚV fyrir ári síðan :/ En annars myndi ég ekki vitna heimilda svona oft, nóg að gera það 1-2 á síðu, sérstaklega þar sem þú notar aðallega eina bók.

Re: Vinir?

í Rómantík fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Vá hvað sumir svara barnalega, banna svona fólk… Ég hef tvisvar lent í því að missa góðu vinkonu til annarar manneskju, eitt sinn í 7. bekk og í annað skipti í 9. Í fyrsta skiptið varð ég mjög reið, var sífellt að reyna að ná vinkonunni til mín aftur, hataði hina og allt endaði í tómu rugli. Stelpurnar útilokuðu mig alveg út úr hópnum og ég skildi eitt: þú getur ekki neitt manneskju til að verða vinur þinn. Ég fór þá að vera með annarri stelpu, hún var ekki svona “besta” heldur vorum við...

Re: "Muzik 88.5" að hætta!!

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Vá, sumir eru með bögg. Ég hlusta ekki á hiphop en ég á vini sem gera það, og þeirra vegna finnst mér það leiðinlegt. Af hverju ætti ég svosem að fagna að eitthvað sem ég hlustaði á hafi verið að hætta? Fyrst ég hlusta ekki á það og það er á einum stað og ekkert fyrir mínum lögum þá er það ekkert fyrir mér!

Re: Tíska Avrilar

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég las viðtal við hana í Q um daginn, hún segist hafa hætt að nota bindi fyrir 4 mánuðum, henni fannst það vera orðið þreytt. Myndbönd og svona eru bara svo lengi að komast í umferð.

Re: VERZLÓ VS. MH (mín skoðun á þessum skólum)

í Skóli fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég segi nú bara, fólk sem velur skólann útaf húsnæðinu er bara vel geymt í Verzló. MH hefur alltaf verið með ömurlegar kynningar en mér finnst það ekki skaða eftir á, þeir sem vita að þeir ætla í MH gera það samt.

Re: Leðjan til Lettlands!!!!!

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég var að meina í stóru kepninni, Brainstorm voru frá Lettlandi og Mumyi Troll frá Rússlandi.

Re: barna þrælkun

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
En er samt ekki betra að börnin vinni heldur en að þau deyi úr hungri? Málið er ekki svona einfalt…

Re: Leðjan til Lettlands!!!!!

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég hef kosið allar þær rokksveitir sem hafa verið í Eurovision hingað til, en mér fannst þetta lag nú bara frekar leiðinlegt satt best að segja…

Re: ROKK BOLIR

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Kolaportið er nú líka ágætt, allavegana finnst mér ágætis úrval á einum ganginum.

hvaða fordómar eru þetta...

í Tilveran fyrir 21 árum, 3 mánuðum
ég er í MH og skil þetta alveg! annars var bróðir minn í MR og sagði mér frá þessu ;)

Re: Hvað er óvinsælasta áhugamálið?

í Hugi fyrir 21 árum, 3 mánuðum
jaðarsport sennilegast… enda er það um jaðarsport!

Re: Ìslenskir menntaskòlar - heilathvottur..?

í Skóli fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ekki er ég neitt kúguð í mínum menntaskóla, kennararnir vinna bara sitt starf og eru ekki að reyna að ala mann upp, eins og var í grunnskólanum. Af grein þinni að dæma eru það fremur kanadískir menntaskólar sem eru slæmir.

Re: Tønleikar i Køben

í Rokk fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Er Procol Harum og Lynyrd Skynyrd ennþá til!? Vá hvað sumir geta ekki hætt í bransanum…

Re: HJÁLP við val á bókum :)

í Bækur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Litli Prinsinn (eftir Antoine de Saint Exupery) og Alkemistinn eftir Paulo Coelho, yndislegar og stuttar Hundrað ára einsemd e. Gabriel Garcia Marquez þessar raunasögur kvenna, t.d. Leila eða Eyðimerkurblómið svo geturu reifara t.d. eftir Agöthu Christie máttu lesa hvaða bók sem þú vilt?

Re: Textagetraun.

í Músík almennt fyrir 21 árum, 4 mánuðum
það er nú hægt að finna svona hluti mjög auðveldlega á netinu, þannig að ég ætla ekkert að tjá mig :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok