Ég er í 10. bekk og er svona að ákveða hvaða skóla ég ætla í. Ég er búin að fara að skoða MH og Verzló. Það var skylda að fara að skoða verzló en ég valdi að skoða MH. Ég hef alltaf álitið Verzló algjöran snobbskóla(ég var meira að segja búin að ákveða að fara frekar í alla aðra skóla heldur en verzló), en það breyttist fljótt. Þetta var frábær kynning og þetta er ósköp venjulegt fólk, ekkert mikið snobb. Daginn eftir fór ég í MH(ég hafði mikinn áhuga fyrir þeim skóla)þar voru einhverjir kolklikkaðir náungar með kynninguna, gamallt og ógeðslegt húsnæði. Nú langar mig rosalega mikið í verzló(þó að ég sé ekki beint “týpan” í Verzló) Mér finnst bara leiðinlegt að það sé ekki náttúrufræðibraut í Verzló en ég er mikið að pæla í stærðfræðibrautinni. Ég vil þakka Kidda í 6. bekk í Verzló fyrir frábæra kynningu.

bæ,bæ, abcdefghi