Okei, það er ekkert áhugamál hérna sem er um vini þannig að ég verð að hafa það hérna….

Málið er að ég hóf nám í menntaskóla síðastliðið haust og kynntist þar fullt af krökkum sem er bara mjög gott mál. Ég eignaðist þar m.a. nýja vinkonu sem við skulum bara kalla Önnu. Við vorum mjög góðar vinkonu í byrjun skólans og það var m.a. vegna þess að við skildum hvor aðra svo vel. Þannig að þessir fyrstu dagar skólans lofuðu góðu. En svo kom babb í bátinn, því að Anna vingaðist við aðra stelpu sem við köllum bara Ólöfu. Þær urðu..ja kannski ekki sona nánar vinkonu sem segja hvor annarri allt eins og ég og Anna gerðum, heldur fífluðust þær saman og létu eins og fávitar. Anna er einnig þekkt fyrir að láta eins og fífl, hún er bara svo klikkuð!! Mér finnst það líka gaman og við fífluðumst oft saman. En ég er samt frekar róleg týpa líka. En allaveganna, þær fóru að vera meira og meira saman og mér fannst ég vera svo út úr þannig að ég fór bara að vera með öðrum krökkum. Mér fannst það ágætt en auðvitað fannst mér alveg rosalega leiðinlegt að ég og Anna vorum eiginlega aldrei saman lengur, en hún virtist ekki vilja vera með mér lengur þannig að ég reyndi að hugsa ekki um það. En einn daginn þá fannst mér þetta ekki ganga lengur og saknaði Önnu alveg rosalega þannig að ég skrifaði henni bréf þar sem ég sagði frá því hvernig mér leið og fleira (þið verðið bara að fyrirgefa, ég er mjög viðkvæm og næm stelpa!!) og strax þegar hún var búin að lesa það þá kom hún til mín og sagði hvað henni þætti þetta leitt og að hún fengi samviskubit í hvert skipti sem hún sæi mig og fleira og fleira…. Og við ætluðum að bæta úr þessu og þá varð ég glöð á ný…..En dagarnir liðu og ástandið bættist ekkert, hún er bara búin að vera meira og meira með Ólöfu og minna og minna með mér, ég er oft búin að nefna þetta við hana og hún er búin að lofa að bæta mér þetta (en ég veit að hún er auðvitað ekki alsek í þessu máli, það þarf tvo til) en það er ekkert búið að gerast og það er kominn febrúar!! Hún virðist bara vilja vera með Ólöfu…..ég kenni henni (Ólöfu) oft um þetta og finnst eins og hún sé að taka Önnu viljandi frá mér, en ég veit alveg að hún er ekki að því, hún hefur m.a.s. skrifað mér bréf og sagt frá því að henni þyki þetta svo leiðinlegt og að hún fái líka samviskubit í hvert skipti sem hún sér mig og ég veit ekki hvað og hvað……Jæja, ég held að þetta sé öll sagan!! Það sem mig langar að vita er, hvað finnst ykkur um þetta?? Og hvað ætti ég að gera? Það væri alveg æðislegt ef þið mynduð gefa mér einhver góð ráð, því að ég er alveg ráðalaus og mér líður geðveikt illa út af þessu máli….
Ég finn til, þess vegna er ég