Contact. **Contact**
Framleiðsluár: 1997
Leikstjóri: Robert Zemeckis
Aðalhlutverk: Jodie Foster, Matthew MacConaughey, James Woods, William Fichtner, Tom Skerritt og David Morse.
*Byggt á sögu eftir Carl Sagan.

Contact fjallar um unga konu, Eleanor Ann Arroway (Ellie), sem uppgötvar skilaboð sem send hafa verið frá geimverum. Hún og hennar nánustu vinnufélagar ná að lesa úr skilaboðunum og uppgötva fyrirmæli um að byggja dularfulla flutningsvél.

Myndin er ótrúlega góð og mjög vel leikin. Jodie Foster er fædd í hlutverk Ellie-ar og MacConaugey er án efa í sínu besta hlutverki til þessa og leikur hann Palmer Joss af stakri snilld. Joss er mjög sannfærandi karekter í myndinni og má líkja skoðanir hans á uppgötvun Ellie-ar sem mjög trúarlegar - Joss er lærður guðfræðingur og trúir mjög mikið á guð og hans æðri mátt.
Einnig er stórleikarinn James Woods mjög góður sem Michael Kitz og er William Fichtner mjög sannfærandi sem Kent - blindi vinnufélagi Ellie. David Morse leikur pabba Ellie og kemur hann einnig fram í myndinni sem önnur persóna.
Það er líka mjög gaman að sjá hvað Robert Zemeckis lætur Bill Clinton spila stórt hlutverk í myndinni og flott að sjá svör Clinton's við skilaboðunum frá geimverunum.

Ég mæli með Contact - þetta er frábær mynd sem fær mann virkilega til að hugsa um líf á öðrum plánetum.

Stjörnugjöf: **** af ****