Já, ég var bara að meina þegar maður hugsar um nafnið George Lucas þá kemur bara Star Wars uppí hugann á mér. Auðvitað hefur maðurinn gert fleiri góðar myndir, þótt American Graffiti hafi ekki höfðað til mín, ég reyndi einu sinni að horfa á hana, en mér fannst hún bara ekkert skemmtileg. Maður þakkar fyrir að Lucas hafi komið í kvikmyndaheiminn, því þá væru kvikmyndir örugglega ekki eins og þær eru í dag. Svo sagði ég aldrei að mér fyndist hann vera lélegur leikstjóri.