George Lucas George Lucas fæddist í smábænum Modesto í Kaliforníu árið 1944. Fáir menn ef nokkrir hafa haft jafn mikil áhrif á kvikmyndir eins og við þekkjum þær í dag. Ef það er einhver annar þá er það Steven Spielberg. Það voru þessir menn sem sköpuðu afþreyingarmyndirnar eða blockbusters eins og Jaws og Star Wars og breyttu kvikmyndaheiminum til frambúðar. Hvort það hafi verið til góðs eða ekki þá eru allavega deildar meiningar um það. Það eru aðallega atvinnu gagnrýnendur sem hafa gagnrýnt þessa menn og þá sérstaklega George Lucas og þá haldið því fram að gæði mynda hafi farið niður á við á síðustu tveimur áratugum. Þessar raddir hafa nú að mestu koðnað niður því Spielberg hefur fært okkur hvern gullmolann á fætur öðrum og ef ekki fyrir byltingarkenndar tæknibrellur Lucasar þá væru kvikmyndirnar fátækari í dag en þær eru núna(má reyndar deila um það).

George Lucas ólst upp í fæðingarbæ sínum Modesto. Pabbi hans var gamaldags Ameríkani og aldi son sinn upp þanning að eina leiðin til að ná árangri væri að leggja mikið á sig. George var pínulítill, feiminn og um 17 ára aldur var hann aðeins um 50 kíló. Hann eyddi unglingsárunum í að rúnta og dreymdi um að keppa í formúlu 1 kappakstri. Þegar hann var 18 ára lenti hann í alvarlegu bílslysi og var á sjúkrahúsi í margar vikur. Þetta slys hafði mikil áhrif á Lucas og fór hann alvarlega að hugsa um hvað hann ætti að gera við líf sitt. Hann ákvað að fara í kvikmyndaskóla og læra kvikmyndagerð, pabba hans til lítillar ánægju. Pabbi hans George var viðskiptamaður og taldi að með þessari ákvörðun yrði hann aldrei ríkur. George Lucas var ekki á sama máli og lofaði að hann yrði orðinn milljónamæringur fyrir þrítugt.

Lucas stóð sig mjög vel í kvikmyndaskólanum nema að skrifa handrit. Hann var alveg hörmulegur penni. Á þessum árum gekk líf hans út á kvikmyndir og ekkert annað. Klipping á myndum átti sérstaklega vel við hann. Lucas gerði um 8 stuttmyndir á skólaferli sínum og vann til margra verðlauna fyrir þær. Fyrir frammistöðu sína fékk hann vinnu hjá Warner Bros kvikmyndafyrirtækinu og átti hann að aðstoða ungan leikstjóra Francis Ford Coppola að nafni. Þeir urðu miklir vinir og hvatti Coppola hann til að skrifa handrit af einni af stuttmyndunum hans sem hafði unnið til verðlauna og gera hana að kvikmynd í fullri lengd. Eftir að hafa skrifað fyrsta uppkastið sýndi George Coppola afraksturinn og sagði Coppola þá: “Þú ert sko sannarlega hörmulegur handritshöfundur”. Fengu þeir þá annan handritshöfund og kláraði hann handritið. Myndin hét THX 1138 og var vísindaskáldsaga. Myndin varð ekki vinsæl og tapaði peningum en fékk þó ágætisdóma og varð cult mynd í Frakklandi. George fékk ekki að ráða að fullu hvernig myndin var klippt og hefur hann ekki fyrirgefið Hollywood fyrir það.

Næsta mynd Lucas var svo American Graffiti. Lucas þurfti að berjast fyrir að fá að gera hana og lenti í miklum erfiðleikum að fjármagna hana. Það tókst svo á endanum meðal annars vegna vinskapar hans við Coppola. Myndin fjallar um líf unglinga á árinu 1962 og hvernig þeir eyddu kvöldunum. Aðalþema myndarinnar var samt hvernig andrúmsloftið var að breytast í heiminum, þ.e. meira frjálsræði fyrir ungt folk o.s.frv. Þegar tökum var lokið byrjaði George að klippa hana en því miður vildu yfirmenn kvikmyndafyrirtækisins breyta henni en það tók hann ekki í mál. Það var svo loksins Coppola sem bjargaði honum því hann tók reiðiskast á einn yfirmanninn sem lét svo undan. Myndin kom út árið 1973 og varð ein vinsælasta mynd allra tíma. Það voru langar biðraðir fyrir utan hvert kvikmyndahús. Lucas fékk rúmlega milljón dollara í tekjur og var þar með orðinn milljónamæringur fyrir þrítugt eins og hann hafði lofað pabba sínum.


George Lucas byrjaði svo á að skrifa sögu sem hann ætlaði að kvikmynda. Þetta var ævintýri eða fantasy saga sem átti að gerast í geimnum. Aðalpersóna myndarinnar átti að vera strákur að nafni Luke Starkiller(var seinna breytt í Skywalker) Lucas fannst vanta gott ævintýri fyrir krakka og fannst í raun að heil kynslóð væri að missa af góðu kvikmyndaævintýri. Sagan hans Lucas hét Star Wars sem ég held að flestir kannist við. Að lokum var sagan orðin það mikil að það þurfti að skipta henni í margar myndir(Þær verða orðnar 6 árið 2005). 20th Century Fox var tilbúið að fjámagna fyrstu myndina og er nú frægt orðið hvernig Lucas tryggði sér réttinn til að gera framhaldsmyndirnar og réttinn á sölu varnings tengdan myndunum. Lucas eyddi öllum gróða sínum af American Graffiti í að stofna tæknibrellufyrirtæki því að ekki var sú tækni til, til þess að gera tæknibrellurnar fyrir Star Wars. Fyrirtækið hét Industrial Light and Magic og hefur verið leiðandi á sínu sviði síðan. Tökur myndarinnar voru hrein martröð fyrir Lucas og lentu þeir í miklum peningavandræðum(Star Wars var low budget mynd þótt ótrúlegt megi virðast) svo og vandræði vegna byltingarkenndra tæknibrella. Svo mikið álag var á George að hann sór að leikstýra aldrei aftur. Svo uppgefinn var hann bæði á sál og líkama. Þegar myndin var að mestu kláruð sýndi Lucas vinum sínum myndina. Þarna voru frægir menn á borð við Steven Spielberg, Brian De Palma og Martin Scorsese og margir fleiri. Flestum fannst myndin ömurleg og gerði Palma lítið úr Lucas fyrir framan alla. Það var aðeins Spielberg sem fannst hún góð og sýnir það hvað sá maður er klár og ber mikið skynbragð á vinsældir mynda. Spielberg spáði að hún ætti eftir að verða mjög vinsæl. Star Wars: A New Hope kom út og varð næst vinsælasta mynd allra tíma og var sýnd samfellt í tvö ár í bíóum. Hún fékk 11 óskarsverðlaunatilnefningar en vann þó ekki sem besta mynd.

Restina þekkja allir. George var forríkur á næstu Star Wars myndum og sem framleiðandi á Indiana Jones myndunum(hann bjó til Persónuna Indiana Jones og söguna og á í raun meira í þeim myndum en Spielberg). Talið er að hann hafi grætt um 5 milljarða dollara á fyrstu þremur Star Wars myndunum. Þessi peninga notaði hann til að byggja upp sitt eigið fyrirtæki sem er staðsett í Californiu og heitir Lucas Film. Fyrirtækið er staðsett á stað sem ber nafnið Skywalker Ranch en þar eru líka IL&M og fleiri undirfyrirtæki hans. Hann gifist Marciu í byrjun áttunda áratugarins en hún klippti myndir(t.d. Taxi Driver). Þau ættleiddu börn en George Lucas elskar börn. Lucas og Marcia skildu 1983 vegna framhjáhalds hennar við starfsmann á Skywalker Ranch. Lucas hafði aldrei viljað bera einkalíf sitt á góma og enn minna eftir skilnaðinn og kom hann nánast ekkert fram opinberlega í rúmlega 10 ár. 1999 kom út fyrsta Star Wars myndin í tæplega tuttugu ár og þrátt fyrir vonbrigði með hana getur maður ekki beðið eftir næstu mynd hans.