THE ROYAL TENENBAUMS
Fullt af frægum leikurum á borð við: Gene Hackman, Ben Stiller, Owen Wilson, Anjelica Huston og Gwyneth Patrolw standa sig mjög vel í þessari mynd og það kom mér mjög á óvart að Gene Hackman fékk eki Óskarsverðlaunatilnefningu. Gene leikur aðalpersónu myndarinnar (Royal Tenenbaum), eldri mann sem hefur ekki séð fjölskyldu sína lengi. Þegar hann ákveður svo að fara í heimsókn til þeirra fær hann heldur óblíðar móttökur en er svo gefið færi á að vera hjá þeim í nokkurn tíma.
7,5/10

MULHOLLAND DRIVE
Hinn frábæri leikstjóri, David Lynch hefur komið frá sér enn einu meistaraverki sem fer í hóp með bestu myndum ársins. Aðalleikararnir standa sig mjög vel og þá sérstaklega Naomi Watts. Myndin gerist ekki öll í réttri röð en svör við öllum gátum koma í lokin. Ég skil ekki ef hverju þessi mynd fékk aðeins 1 Óskarsverðlaunatilnefningu.
8,75/10

A BEAUTIFUL MIND
Þessari mynd hefur verið að sópa að sér verðlaunum upp á síðkastið. Myndin fjallar á átakanlegan hátt um ævi John Nash kennara í Princeton sem greindist með geðklofa því hann sá oft “ofsjónir”. Það besta við myndina er tvímælalaust frábær túlkun Russel Crowe á John. Mér fannst þessi mynd alls ekki slæm en það er hlægilegt að segja að hún sé betri en Lord of the Rings!
8,5/10

TRAINING DAY
Loksins kom vel gerð mynd með rapparasöguþræði. Denzel Washington fer á kostum í þessari mynd sem lögreglumaðurinn harði Alonzo og Ethan Hawke er ekki slæmur. Myndin gerist á einu kvöldi í New York en ótrúlega margir hlutir gerast á þeim stutta tíma. Pottþétt besta rapparamynd sem ég veit um.
8/10

MONSTERS INC.
Ótrúlega skemmtileg mynd með mjög frumlegum söguþræði. Myndin gerist í skrímslaheimi þar sem öll skrímslin hrædd við börn en þau þurfa barnaöskur til að fá rafmagn. John Goodman og Billy Crystal eru frábærir en þeir tala inná fyrir aðalpersónurnar Mike og Sulley.
8,25/10

kv. ari218