Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: MK vs MR

í Skóli fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Ég lærði rafmagns og tölvuverkfræði í HÍ. Það jafnaðist alveg að einhverju leiti úr þessu já, en samt ekki. Það var í megin dráttum þannig að þeir sem höfðu verið góðir nemendur í framhaldsskóla héldu oftast áfram að vera góðir nemendur í háskóla, og þeir sem höfðu verið góðir nemendur í framhaldsskóla voru flestir með góðan undirbúning, óháð því úr hvaða skóla þeir komu. En það var líka mikið þannig að þeir sem voru góðir námsmenn komu gjarnan úr góðu skólunum en það var þó ekki algilt. Það...

Re: MK vs MR

í Skóli fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Þegar ég byrjaði í háskóla þá var mín tilfinning sú að þeir sem höfuð verið í MR, MA, MH og VÍ, stóðu betur að vígi en aðrir, og hugsanlega voru MRingar aðeins betur undirbúnir en það munaði samt ekki mjög miklu. Síðan voru þeir sem höfðu verið bestu nemendurnir úr öðrum skólum alveg jafn vel undirbúnir. Til dæmis nemendur sem höfðu fengið meira og minna 9 og 10 í öllu, úr líttþekktum fjölbrautarskólum út á landi stóðu alveg jafn vel að vígi. Ég held að aðal munrinn milli skóla sé sá að...

Re: Hjálp með Java

í Forritun fyrir 13 árum, 7 mánuðum
og hvað vantar þig hjálp með nákvæmlega? Ég veit ekki með aðra hérna en ég ætla allavega ekki að leysa þetta fyrir þig og gefa þér lausnina. Ef þú hefur aldrei notað TextField og takka og ert nýr í java, byrjaðu þá að skipta þessu upp í minni verkefnahluta. 1. Búðu til eitt TextField. 2. Búðu til takka. 3. Láttu eitthvað gerast þegar þú ýtir á takkann. Þetta eru allt einföld vandamál sem er auðvelt að leysa með hjálp google og ef þú ert með kennslubók eða annað námsefni þá er eflaust...

Re: Hjálp með Java

í Forritun fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Það vill svo til að það eru allavega tvær greinar sem fjalla um svipað vandamál hér á forritunaráhugamálinu á huga. http://www.hugi.is/forritun/articles.php?page=view&contentId=6183347 og http://www.hugi.is/forritun/articles.php?page=view&contentId=7004350 Greinarnar fjalla um hvernig á að taka streng með segð (expression) og reikna út úr henni. Hvorug greinin notar java en aðferðirnar eru þó gildar. hér er líka grein sem notar java http://www.viscerallogic.com/programming/expression1/...

Re: Byrjendaspurningar

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Prófaðu bara og sjáðu hvernig það virkar fyrir þig. Þá bara hættirðu ef að þér finnst það ekki ganga upp eða uppfylla væntingarnar þínar. Þetta er ekki hópíþrótt þannig að þú ert ekki að skemma fyrir neinu liði með því að mæta á æfingar eins og þér hentar.

Re: Bardagaíþróttir skal það vera!

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Má þá ekki lengur tala um ninjistu hér heldur? Það engin íþrótt byggð á ninjitsu af mér vitandi… (ég veit svo sem ekkert brjálæðislega mikið um ninjitsu heldur). Sama á við um eflaust sitthvað fleira. Aikido kannski? Væri þá ekki líka við hæfi að þetta yrði ekki lengur hugi.is/martial_arts ? heldur hugi.is/combat_sports eða eitthvað íslenskara jafnvel?

Re: Gunnar Nelson vs Danny Mitchell video

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Einstaklega snyrtilegt og fagmannlegt hjá Gunnari.

Re: engin smá fimi hjá þessum bardagamanni !

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Mér finnst frekar kjánalegt að benda á að þessi trix komi að takmörkuðu gagni í MMA. Það er alveg jafn kjánalegt að benda á að þessi spörk komi að takmörkuðu gagni í knattspyrnu. Þessi gaur er hvorki að æfa MMA né knattspyrnu (allavega af þessu myndbandi að dæma, en það getur svo sem vel verið að hann æfi það líka, ég veit ekkert um það), og því sé ég ekki hvað það kemur málinu við að þessi trix gagnast lítið í knattspyrnu og MMA. James Toney virtist trúa því að hann væri ósigrandi með...

Re: Ömurlegir skyndibitastaðir

í Tilveran fyrir 13 árum, 7 mánuðum
Ef þú varst að kaupa tvær pitsur og brauðstangir þá varstu örugglega að kaupa tvennutilboð. Það er yfirleitt ekki hægt að blanda saman tilboðum eða afsláttum. Þú hefðir eflaust getað láta breyta pöntuninni, þannig að þú keyptir í staðin hitt tilboðið og borgaðir fullt verð fyrir hina pitsuna (eða sleppt henni) eða eitthvað þannig.

Re: bestu æfingarnar?

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 7 mánuðum
burpies er alltaf góð æfing

Re: Nýliði á ferð

í Forritun fyrir 13 árum, 8 mánuðum
python (og mörg önnur forritunarmál) notar samt heiltölu deilingu ef bæði teljari og nefnari eru heiltölur 31 / 4 skilar 7 en 31 / 4.0 skilar 7.75 (líka (31.0 / 4 og 31.0 / 4.0)) % virkinn í python er strangt tiltekið modulo en ekki remainder (munurinn felst í formerkinu á skilagildinu í þeim tilvikum þegar inntökin hafa ekki sama formerki)

Re: Ms

í Skóli fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Það hlýtur þá að hafa verið einstaklega eftirminnilegt ár…

Re: Einingar

í Skóli fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Sumir eru bara fljótari en aðrir að læra hluti eins til dæmis og að flýta er skrifað með ý en ekki í. Öðrum hentar betur að gefa sér góðan tíma í þetta. Fólk er bara mismunandi og með mismunandi þarfir, langanir, væntingar og markmið. Mér finnst mikilvægt að læra að taka þassari fjölbreytni einstaklinga fagnandi og með jákvæðu hugarfari. Það þurfa ekkert allir að vera eins og það þura ekkert allir að fara sömu leið og gera allt eins.

Re: Gunnar Nelson vs Eugene Fadiora?

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 8 mánuðum
glæsilegt

Re: Gunnar Nelson vs Eugene Fadiora?

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Glæsilegur sigur hjá Gunnari. Til hamingju með það. Núna er komið „eftir þann bardaga ;)" sem þýðir væntanlega að kominn er tími til að ræða um Eugene ekki satt? :) Hvað segið þið? Eru Gunnar og Eugene spenntir að berjast hvor við annan og er eitthvað verið að vinna í að gera slíkan bardaga að veruleika?

Re: Stundatöflur vetur 2010 /Combat Gym

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Vá hvað ég væri til í að æfa þarna (ég bý bara ekki á Íslandi). Þessi stundatafla hljómar rosalega freistandi…

Re: Póker verður 18+

í Forsíða (gamla) fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég var nú ekki að líkja saman eiturlyfjum og póker. Þar sem menn voru að nefna allskonar áhugamál þar sem aldurstakmörk spila inn í, eins og t.d. mótorsport og tölvuleiki þá datt mér í hug að varpa fram þessari spurningu (spurningin er vissulega fáranleg og ekki mikil alvara á bakvið hana (hún var aðalega meint sem háð á að það er mikið rætt um eiturlyf á huga)). Ég sagði hvergi að eiturlyf væru sambærileg við póker eða neitt af hinum áhugamálnum. Póker er nú samt mjög þekkt fjárhættuspil þó...

Re: Póker verður 18+

í Forsíða (gamla) fyrir 13 árum, 8 mánuðum
En ef það væri eiturlyfjaáhugamál á huga (sem er ekkert svo slæm hugmynd því fólk er títt að ræða um eiturlyf á huga) ætti að vera aldurstakmark á því? Eiturlyf eru jafnbönnuð öllum aldurshópum (það mætti þó væntanlega ekki gefa eiturlyf í vinning þar eins og á póker áhugamálinu). Annars er ég sko 27 ára og ég get sagt við alla yngri en 18 að póker er mjög óspennandi (að fatapóker undanskildum) og þið eruð ekki að missa af neinu merkilegu. Mér fannst póker pínu spennandi þegar ég var svona...

Re: Talhólf - verkfæri djöfulsins

í Tilveran fyrir 13 árum, 8 mánuðum
símafyrirtæki sem hætti að vera til fyrir svona 2-3 árum síðan. Tal keypti það eða sameinaðist eða breytti um nafn eða eitthvað þannig… Þessi símafyrirtæki á Íslandi eru bölvuð sápuópera og maður er löngu búinn að missa þráðinn um hver er hvað og hver hefur verið með hverjum…

Re: Morgunmaginn

í Heilsa fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ef þú brennir fleiri kalóríum yfir daginn heldur en að þú borðar, þá brennir líkaminn einhverju af orkubyrgðum líkamans, oft fitu. Það er lykillinn að því að léttast og það er ekkert flóknara en það. Ef þú borðar aðeins fyrir morgunhlaup þannig að þú brennir meira af kolvetnum meðan þú hleypur (miðað við að borða ekki fyrir hlaup), þá brennirðu bara fitu á einhverjum öðrum tíma sólarhringsins svo framarlega sem þú brennir fleiri kalóríum en þú borðar yfir sólarhringinn. Ég held líka að þú...

Re: 10 glös af vatni brenna 300 kaloríum?

í Heilsa fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Niðurstaða heilsukexins er 92,5 kcal sem er jafnt og 386 kJ Ef maður reiknar með í staðin með 200 ml vatnsglasi en ekki 250ml er niðurstaðan 310 kJ (74 kcal). Ætli það sé verið að rugla saman kJ og kcal. Annars þá efast ég um að brennslan aukist sem nemur þessu. Hún eykst þó eflaust eitthvað aðeins.

Re: Rúmfræðidæmi

í Skóli fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Maður getur líka bara fundið lengdina frá einu horni jafnhliða þríhyrningsins (sem hefur horn sín í miðju litlu hringjana) til miðpunktar hans (sem er jafnframt miðpunktur stóra hringsins. Hliðarlengd þríhyrningsins er 2, (stysta mögulega) lengd horns þríhyrningsins í jaðar stóra hringsins er 1 og fjarlægð horns þríhyrningsins í miðpunktinn er sec(30deg) = 2/sqrt(3). Þá er radíus stóra hringsins 1+2/sqrt(3)

Re: Epískt kvót í Árna Ísaks

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 8 mánuðum
respect

Re: Lykkjur og random int

í Forritun fyrir 13 árum, 9 mánuðum
http://en.wikipedia.org/wiki/For_loop http://en.wikipedia.org/wiki/While_loop For lykkja er í raun bara while lykkja með smá auka fídusum og for lykkja hentar því betur í þeim tilvikum sem maður vill nota þessa auka fídusa, og while lykkja er betri ef maður þarf þá ekki. For lykkja er kjörin þegar maður vill keyra lykkju fyrir ákveðin gildi af einhverri breytu eða breytum. Þess vegna heitir hún for lykkja. While lykjan keyrir á meðan (en. while) ákveðið skilyrði er uppfyllt. hér er dæmi kóða...

Re: Tölvunarfræði

í Skóli fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Ég tók nokkur námskeið hjá tölvunarfræðiskorinni í HÍ (ég var samt í B.S. námi í rafmagns- og tölvuverkfræði en ekki tölvunarfræði). Mér fannst þau öll mjög góð og almennt vel að þeim staðið. Hvað áttu við þegar þú segir „græða meira á“? Hvor gefur þér meiri tekjumöguleika? meiri/betri þekkingu? möguleika að framhaldsnámi? persónulega nautn af því að vera í námi? Ég held að þeir séu frekar svipaðir að flestu leyti, nema að miðað við það sem maður hefur heyrt þá sé þægilegra að vera í HR....
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok