Eins og glöggir notendur taka vafalítið eftir höfum við breytt nafninu á þessu áhugamáli úr “Bardagalistir” í “Bardagaíþróttir”. Hér er um eðlilega breytingu að ræða enda þessi flokkur undirflokkur Íþrótta.

Þetta er einnig hugsað til að skerpa enn betur á þeirri staðreynd að hér tölum við um áhugamál okkar “Bardagaíþróttir”. Fyrir löngu síðan var samþykkt hér að t.d. umræða um svokallað Pro Wrestling ætti ekki heima hér enda frekar leiklist eða bara leikur en íþrótt. Ætti kannski helst heima undir Tilveran - Sorp. Í það minnsta ekki hér ;) Sama á við um ýmislegt annað og auðvitað er ekkert að því að menn stofni þá bara áhugamál um slíkt ef þeir telja að áhugi sé fyrir slíku.

Við viljum sem sagt skerpa enn betur á því að hér fari fram umræða um bardagaíþróttir en ekki bara hvað sem er sem mönnum dettur í hug að kalla bardaga.
Stjórnandi á