Þannig er mál með vexti að ég stunda íþróttir af kappi og er í MR. Hef verið að íhuga þann möguleika að skipta yfir í MK til að ég fái meiri tíma til að æfa.

Svo mín spurning er: Hvað græði ég á því að taka stúdentspróf frekar í MR heldur en MK? Ég geri mér grein fyrir því að í MR er meira álag sem undirbýr mann frekar fyrir það álag sem fyrirfinnst í háskólum, en er það ekki eitthvað sem maður gæti vanist þegar maður byrjar í háskóla?

Er gæðamunurinn á náminu í þessum tveimur skólum gríðarlegur?