Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Karate í Reykjavík?

í Bardagaíþróttir fyrir 11 árum, 5 mánuðum
Hvað áttu við með besta þjálfunin? (hver eru þín markmið?) Ég held að flest félögin séu fín. Þau stunda samt mismunandi karatestíla.

Re: Pæling dagsins fyrir apple fanboys

í Tilveran fyrir 11 árum, 6 mánuðum
Auðvitað er hægt að framleiða vörurnar ódýrar per eintak heldur en Apple rukka per eintak. En framleiðslukostnaður er ekki eini kostnaðurinn. Tækni er eins og t.d. bækur. Ef rithöfundur t.a.m. eyðir fullt af tíma í að vanda sig við að skrifa bók, og gefur hana síðan út sjálfur og selur hana á t.a.m. 1000 kr. Það kannski kostar hann 500kr per eintak að prenta og dreifa hverju eintaki og hann getur notað restina til að borga sér laun fyrir vinnuna og tíman sem fór í að skrifa bókina. Síðan...

Re: Glæný Sjálfsvarnarlist á Íslandi

í Bardagaíþróttir fyrir 11 árum, 8 mánuðum
Glæsilegt. Gott að það sé komið stærra og fjölbreyttara framboð af bardagalistum á Íslandi. Ég sá Figtht Quest þáttinn úm Hapkido á sínum tíma og það leit út fyrir að vera frekar skemmtilegt. Ég vona að ykkur gangi sem allra best.

Re: Godin 5th avenue acoustic

í Hljóðfæri fyrir 11 árum, 9 mánuðum
Ég var mikið að spá í að kaupa mér svona gítar. Þetta eru skemmtilegir gítarar á sanngjörnu verði nýir og mér finnst þetta líka vera sanngjarnt verð fyrir notaðan. Ég mæli með að skoða að kaupa þennan ef manni langar í acoustic archtop. Getur maður ekki bara tekið af pickguardið?

Re: Uppsetning-Þykkari strengir- HJÁLP!

í Hljóðfæri fyrir 11 árum, 9 mánuðum
Ætlarðu að nota sama gítarinn í bæði E og C#? Ef þetta er bara eitt lag þá tekur því varla að pæla í stillingunum nema augljóslega eitthvað sé að (innbirðis falskur eða mjög mikið fretbuzz). Ef þú ætlar að nota einn gítar aðalega í C# þá geturðu tékkað á stillingum á truss rodinu, actioninu og lengd strengjana. Þú getur fundið fullt af myndböndum á youtube um hvernig maður gerir það.

Re: Skipta kassagítarstrengir máli?

í Hljóðfæri fyrir 11 árum, 9 mánuðum
Mér finnst þetta vera rétt hjá honum. En ég held að þú hafir kannski ekki skilið hann eins og ég skil hann. (kannski er ég að misskilja það sem hann sagði). Það eru engir sérstakir dýrugítarastrengir og ódýrugítarastrengir. Maður velur strengi eftir því hvað manni finnst hljóma best (og hvað maður er tilbúinn að borga fyrir ef manni finnst það skipta máli) Ódýrustu kassagítarstrengirnir sem maður fær í búð eru yfirleitt venjulegir standard strengir. Þeir virka vel í bæði dýrum og ódýrum...

Re: Útrunninn Bjór?

í Tilveran fyrir 11 árum, 10 mánuðum
Hann er örugglega bara verri á bragðið en þér verður líklegast ekkert meira meint af honum heldur en óútrunnum bjór. Passaðu þig samt á því að drekka ekki of mikinn bjór. Maður getur orðið tímabundið mjög ruglaður og gert mjög heimskulega hluti sem maður sér eftir.

Re: Fyrsta mál

í Forritun fyrir 11 árum, 11 mánuðum
Það fer svolíitð eftir því hvert markmiðið er og hverju maður hefur áhuga á. Ef maður vill geta fljótt getað byrjað á að gera frekar flotta hluti (gui eða eitthvað) þá er kannski python, C# eða java hentugt. python er í mestu uppáhald hjá mér af þessum málum. Það er oft mjög einfalt að gera frekar flóknar hluti. C# hef ég ekki prófað og það hefur þann galla að vera takmarkað við windows (jú jú, það er svo sem líka alveg til eitthvað mix ef maður vill ólmur nota það á öðrum platformum), en...

Re: Gítarstrengir=Drasl?

í Hljóðfæri fyrir 12 árum
það gæti verið rispa eða eitthvað þannig í brúni eða nut-inu sem veldur óeðlilega miklu slysi. Ef þeir slitna yfirleitt á sama stað, er það mjög líklega málið. Það gæti borgað sig að skipta um brú (eða hluta af henni)) eða nut. Bætt við 6. apríl 2012 - 17:40 óeðlilega miklu stiti ekki slysi… :)

Re: Alvöru styrktarþjálfun

í Heilsa fyrir 12 árum
Takk kærlega. Ef maður er byrjandi eða næstum því byrjandi (novice), hvernig er best að blanda svona æfingum saman við prógram eins og t.d. starting strength. Tekur maður mörg rep, fá sett og margar æfingar? Er það ekki rétt skilið að markmiðið er að styrkja liðamótin til að fyrirbyggja meiðsli eða vandamál í þyngri og stærri æfingum?

Re: Alvöru styrktarþjálfun

í Heilsa fyrir 12 árum
Hvernig rotator cuff æfingar? Rippetoe segir líka að ef maður gerir axlapressu þar sem stöngin fer fyrir aftan haus þá er óeðlilegt álag á axlarliðina. Þess vegna notar hann axlarpressu með stöngina fyrir framan hausinn í sínum prógrömmum. Ef einhver er að tala um axlarpressu með stöngina fyrir aftan haus, þá á ég auðvelt með að trúa að það sé áskrift á axlarmeiðsl ef maður lyftir þungt.

Re: Axlirnar draga mig niður.

í Heilsa fyrir 12 árum, 2 mánuðum
ég fann fyrir sársauka sem passar ágætlega við þína lýsingu, þegar ég tók venjulega bekkpressu. Ég tók armbeygjur í staðin í ca mánuð og hef ekki fundið fyrir þessu síðan.

Re: Besta stærðfræðikennslan?

í Skóli fyrir 12 árum, 3 mánuðum
eftir að hafa lært verkfræði og talað við nemendur í eðlisfræði og stærðfræði í háskólanum, þá virtist almennt séð að nemendur úr MR, MH, VÍ og MA voru betur undirbúnir en flestir aðrir. Nemendur sem fengu 10 í öllum stærðfræðiáföngum úr öðrum framhaldsskólum voru yfirleitt í svipað góðum málum.

Re: Taka múslimum opnum örmum?

í Tilveran fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Það sem ég las út úr innleggi tommahj var að hann var ekki að fordæma múslíma fyrir það eitt vera múslímar, heldur en var hann að fordæma allskonar vitleysu sem múslímar gerast oft sekir um. Menn mega síðan deila um hvort þessi vitleysa sé hluti af sjálfum trúarbrögðunum eða menningunni (mig langar ekki að deila um það við neinn). Mér er sama hvort menn kalli sig múslíma eða ekki. Það hefur ekkert að gera með hvort ég beri virðingu fyrir þeim. En ég mun aldrei bera virðingu fyrir því...

Re: Taka múslimum opnum örmum?

í Tilveran fyrir 12 árum, 5 mánuðum
+1

Re: Takk grunnskóli

í Tilveran fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Ég held að stærsta vandamálið þitt (núna) sé seinasti punkturinn. Þ.e.a.s. að þú komst í þá stöðu að hafa ofurtrú á hve klár þú ert, þannig að þú hélst að allir skólar yrðu alltaf mjög léttir fyrir þig. Þú ert eflaust mjög klár, en ég efast stórlega um að það geri þér gott að hafa ofurtrú á því hvað maður er klár. Ég held að um leið og þú sættir þig við að þú þarft að hafa meira fyrir hlutunum, þá sértu vel fær um að leggja á þig það sem þú þarft að leggja á þig. Taktu þér bara þann tíma sem...

Re: Einkakennsla í stærðfræði

í Skóli fyrir 12 árum, 5 mánuðum
Fyrsta útgáfa kom út 1927 og sá Ólafur dó 1957 (samkvæmt Gegni) Bókin var samt ennþá notuð í MH þegar ég var þar.

Re: LaTeX fyrir Nýja Huga

í Nýi Hugi fyrir 12 árum, 6 mánuðum
afhverju er -1 fyrir framan það sem ég skrifaði?!?

Re: TS Gibson SG Standard

í Hljóðfæri fyrir 12 árum, 6 mánuðum
Ef einhver er nógu vitlaus til að vilja kaupa notaðan Gibson SG Standard á 180 þúsund þá er ég alveg til í að selja minn á því verði eða gjarnan hærra verði ef einhver vill borga meira. Natural burst litur, keyptur nýr 2004, nánast ekkert notaður seinustu 3 árin og í upphaflegu töskunni. Bætt við 3. október 2011 - 08:41 Ekki hafa samband til að reyna að bjóða lægra. Þetta er rosalega góður gítar sem ég er alveg til í að eiga og þarf alls ekki að losna við.

Re: Einkakennsla í stærðfræði

í Skóli fyrir 12 árum, 7 mánuðum
en veistu hvaða bók ég er að tala um?

Re: Blaðamaðurinn Matt King telur Gunnar Nelson einn af þremur líklegustum...

í Bardagaíþróttir fyrir 12 árum, 7 mánuðum
er Gunnar með svart belti í karate eins og er haldið fram í greininni?

Re: Einkakennsla í stærðfræði

í Skóli fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Ert þú Ólafur Daníelsson sem skrifaðir Kennslubók í algebru?

Re: Troll?

í Tilveran fyrir 12 árum, 7 mánuðum
ákveðin tegund af fiskineti.

Re: Nýbyrjaður aftur

í Hljóðfæri fyrir 12 árum, 7 mánuðum
hvernig getum við vitað hvaða lög eru ekki of erfið fyrir þig? Wild thing og smoke on the water eru sígild og líklegast ekki of erfið.

Re: Að missa trúna

í Tilveran fyrir 12 árum, 8 mánuðum
en áhugavert. Værirðu til í að segja okkur meira frá sjálfum þér og skoðunum þínum?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok