(Allir í ævilöngu viðskiptabanni hjá mér)


McDonalds:
Ég pantaði borgara en fékk skítkaldan og þurran viðbjóð sem greinilega hafði setið á hillunni hjá þeim síðan kl 6 um morguninn, ef ekki bara frá kvöldinu áður. Það var svo bissý - bæði hjá þessari guðsblessunarlega útdauðu djöfuls búllu, og mér - að afgreiðslustelpan slapp við reiði mína.


Ricky Chan:
Ég fékk mér vor-rúllur hjá þeim og Svala með. Þegar ég saup á honum klígjaði mig. Ég fór með Svalann upp að afgreiðsluborðinu og kvartaði yfir þessu ógeði. Fyrst mætti mér ca. tvítugur asískur Íslendingur, sem
í stað þess að láta mig fá annan Svala, eins og ég hafði í sakleysi mínu búist við, sagði mig hreinlega vera að ljúga. “Er ég að fökkin ljúga?!! SMAKKAÐU ÞENNAN VIÐBJÓÐ!” Hann neitaði því, þannig að ég bað um að fá að tala við yfirmanninn. Hann náði í hann, og það var greinilega faðir hans. Hann kunni nógu mikla íslensku til að segja mér að ég myndi EKKI fá annan Svala, (að virði ca. kr30 í heildsölu), hann myndi EKKI athuga málið, og ég yrði bara að eiga það við framleiðandann.


Dominos Pizza:
Einhverntíman var eitthvert bíó-tilboð í gangi hjá þeim; Ef maður pantaði einhverja pizzu hjá þeim og brauðstangir með, myndi maður fá bíómiða (fyrir tvo) með. Ég vissi ekki af þessu, en var búinn að panta tvær stórar pizzur og brauðstangir. Þegar ég kom að ná í pizzurnar, rak ég augun í tilboðið, og jafnframt hinn stóra bunka af bíó-frímiðum sem lágu bak við borðið. Ég benti á miðana, og sagði við afgreiðsluguttann “Fæ ég ekki einn svona?
Niííí, það er bara á tilboðinu sko!
…Já, ég veit það, en tilboðið er 2990 krónur, ég var að kaupa fyrir 4680!… geturðu þá ekki rétt mér einn af þessu bíómiðum? “
Naauu, það eru reglur, sko. “


AktuTaktu:
Einhverntíman voru þeir með hamborgaratilboð, og við familílan ákváðum að nýta okkur það.Einn af sérvitari meðlimum familíunnar vill ekki grænmeti á sína borgara. Þannig að við spurðum vinsamlegast, “Gætuð þið sleppt grænmetinu á einum borganum?” og fengum sama svarið: Naauu, það er ekki í tilboðinu, og það eru reglur, sko!” Ég myndi gjarnan vilja fá þessa afgreiðslustelpu í mína næstu bíómynd, bara fyrir þennan einstaka eiginleika að gefa fokkmerki og útlista drullufúlt attitjúd með augnaráði einu saman,


Ruby Tuesday:
Mikið djöfull gaman væri að fá “kjaftfora kokkinn” hann Gordon Ramsay þangað inn!! Fyrir ca 5-6 árum auglýstu þeir villt & galið einhvern humar-pastarétt, sem átti að vera ofsa ljúffengur, enda kostaði hann einar 3-4þús krónur. Jæja, ég fór þar inn og pantaði þetta. Það kom, eftir rúman klukkutíma, greinilega beint úr örbylgju og bragðaðist eins og það hefði verið í frysti síðan 1944!


Ef þið þurfið að vara við fleiri svona okrandi eiturbrösurum, þá “fire away!”
_______________________