Getur einhver neitað því hversu óþolandi talhólf eru? Það er svona 1% fólks sem notar talhólf eins og þau eru ætluð. Hinir skella á þegar helvítis röddin svarar. Ekki nóg með að maður skelli á heldur þarf maður að borga fúlgu fjár (mismunandi eftir símafélögum) fyrir það eitt að hafa heyrt í röddinni. Hversu óþolandi er það?
Ég var til dæmis í Portúgal um daginn. Var að skoða yfirlit yfir símareikninginn og ég þarf að borga fleiri hundruð krónur fyrir að hafa reynt að hringja í hina og þessa sem svöruðu ekki, en talhólfið kom inn. Mér sýnist að hvert símtal sé á bilinu 50-100 krónur. Bara fyrir að skella á leiðinlegu röddina!

Ég ætla því að gera samfélagslega greiða og setja inn mjög einfaldar leiðbeiningar hvernig fólk slekkur á þessu verkfæri djöfulsins. Ég æski þess að fólk sem ég hringi jafnan í notfæri sér leiðbeiningarnar. Það gæti orðið neyðarúrræði að eyða þeim út úr símaskránni hjá mér sem hafa talhólf. Kemur í ljós síðar.

Síminn #21# og hringja.

Vodafone ##21# og hringja.

Nova ##002# og hringja.

SKO ##21# og hringja


Tekið héðan: http://www.andriv.com/2008/04/talhlf-verkfri-djfulsins.html
Vildi bara láta fólk vita.