Vinna getur verið mjög miserfið. Líkamlega erfið vinna getur verið andlega auðveld og líkamlega auðveld vinna getur verið andlega erfið. Svo eru sumar vinnur hreinlega leiðinlegar sem er viss erfiðleiki í sjálfu sér. Ég hef verið í vinnu sem var andleg og sat á rassgatinu allan daginn og gat skroppið á netið af og til og kjaftað við vinnufélagana en samt var hausinn á mér alltaf fullur af vandamálum vinnunnar, kvöld, helgar, jafnvel meðan ég svaf. Ég hef líka verið í líkamlegri vinnu þar sem...