Af hverju?

a) þeir bjóða mér ekki uppá MMS þjónustu.
b) þeir setja þær kvaðir að nota GSM hjá þeim fyrir ADSL tilboð
c) þeir telja það “ekki borga sig” að reka verslun fyrir “þriðja?” stærsta bæjarfélag landsins (Hafnarfjörð).
(Quote, ónefndur þjónustufulltrúi þeirra í 1414)

Ég hef verið tryggur stórviðskiptavinur hjá tal.is síðan þeir byrjuðu með sina farsímaþjónustu en er núna ekki alfarið sáttur við þeirra “þjónustu”. Ekki nóg með að þeir fylgi bara ekki nýjustu tækni heldur eru þeir beinlínis móðgandi við mann í símann þegar þeir segja það ekki borga sig að reka verslun í bænum manns og benda manni á að krúsa yfir í kópavog og kíkja í smáralindina.

ég hef núna nýlega keypt mér síma hjá símanum og er það eingöngu vegna þess að síminn er með MMS, þeir reka litla verslun í firðinum og þar hef ég keypt mér símann og tvisvar frelsiskort sem ég hef þurf á að halda.

Í fyrsta skipti fékk ég líka allskyns fídusa til að virka í síma, sótti e-mail, fæ tóna og leiki í gegnum wap. Get sent vinum í útlöndum SMS. Bara allt virðist vera betra!

Nú þurfa þeir hjá símanum bara að lækka aðeins gjaldskránna til að ég verði alveg happy :)