Leitin að eldinum


Inngangur:

Þegar ég heyri þessi orð, leitin að eldinum, leitiar hugur minn óneitanlega til kvikmyndar eftir Jean-Jacques Annaud sem var gerð seint á níunda áratugnum og fjallaði einmitt um þessa leit að eldinum hjá einhverjum frummönnum sem voru náskyldir neandethalsmanninum. Söguþráður myndarinnar er eitthvað á þá leið að hópur frummannna sem ráða yfir eldinum missa hann í hendur óvina sinna og þurfa þá að fara í leit að eldi til að þeir og ættnálkur þeirra geti lifað af. Á þessari ferð sinni kynnast þeir svo ýmsum hlutum sem verða þeim ómetanlegir í lífsbaráttunni. Í raun kemur það í ljós að allt sem þarf til að þeir lifi af er eilítil kunnátta og þekking á umhverfinu.
Auðvitað er ekki hægt að finna allan sannleikann í bíómyndum sama hversu skemmtilegar þær eru og jafnvel þó þar sé kannski smá sannleikskorn að finna er bara hægt að finna sannleikann um lífsbaráttu frummannsins á einum stað og það er í vísindum og fornleifafræði. Í þessari ritgerð ætla ég að reyna að varpa ljósi á lífsbaráttu frummannsins og hvernig hún breyttist þegar honum tókst að beisla eldinn. Þegar maður veltir fyrir sér þessum fyrstu skrefum mannsins frá því að vera villidýr og hálfapi til að verða viti borin vera ber mann oft að sama brunni, beislun eldsins. Hvar lærðu menn að beisla eldinn? Hvernig fóru þeir að því? Hvernig skildi stjórn yfir eldinum menn frá dýrum?

Hvernig verður maðurinn til:

Í fyrstu voru mannapar sem komu niður úr trjánum fyrir um 7 milljónum ára. Þessir apar bjuggu í Afríku, á Indlandi og á Balkanskaga. Það er síðan fyrir 3-4 milljónum ára seinna sem þessir mannapar fara að ganga alfarið uppréttir. Þessir mannapar lifa á því sem þeir finna hvort sem það eru hræ eða aldin. Fyrir um 1-2 milljónum ára fara þessir mannapar að breytast í menn. Þegar hér er komið við sögu gengur maðurinn alveg uppréttur og þó að heilinn sé enn töluvert minni en í nútímamanni hafa þeir þróað einhvers konar tungumál. Þetta tungumál gerði þeim kleift að ná miklum framförum í verkfæragerð og leiddi það til gífurlegra framfara. Þessir menn koma fram í austur Afríku en breiða úr sér til norðurs og austurs. Smám saman fer heilinn að stækka og meira og meira vit að koma í kollinn á þeim og þeir læra alls konar aðferðir til að auðvelda sér lífið. Um þetta leyti kemur homo erectus eða reismaðurinn fram. Svo fyrir um 600.000 árum lærir reismaðurinn að beisla eld. Neanderthalsmaðurinn er líklega sá sem gat síðar þróað notkun elds best enda er hann talinn elsta afbrigði nútímamannsins. Hann tók við strax á eftir reismanninum og þó að aðrar undirtegundir hafi verið byrjaðar að þróast á sama tíma var neanderthalsmaðurinn útbreiddastur og því ríkjandi.

Ísöldin:

Þegar maðurinn getur beislað eld getur hann eldað matinn sinn og þess vegna fara kjálkar hans að minnka seinna meir og verða eins og þeir eru í dag, maðurinn þarf ekki að hafa eins mikið fyrir því að eiga við matinn sem hann setur ofan í sig. Það er fleira sem maður inn fer að geta nýtt eldinn í. Nú var hægt að herða hluti í eldi, hvort sem um var að ræða vopn eða verkfæri og þetta styrkti áhöld mikið og gerði manninum auðveldara fyrir að vinna ýmiss störf. Það var líka hægt að verka skinn með notkun eldsins, það er að segja, til að búa til föt var skinnið reykt. Þetta gerðu konurnar og þó að neanderthalsmenn kynnu ekki beint að sauma gatu þeir fléttað fötin á sig. En síðan kom ísöldin. Gróðurinn sem þakti allt fór að hverfa og skriðjöklar tóku að eyða svæðum sem höfðu verið gróðursæl. Þá fór hópar manna sem ef til vill höfðu aldrei þurft að læra að nota eldinn að neyðast til þess og lærðu þeir það líklega af mönnum sem bjuggu norðar og höfðu verið að gera tilraunir með eld síðan á tímum reismannsins. Þessi ísöld var sú versta í sögu jarðar og á meðan hún stóð var til dæmis öll Evrópa hulinn jökli. Þegar mest var lágu jöklar yfir rúmum 30% alls þurrlendis. Þessi ísöld stóð í 75.000 ár. á meðan ísöldinni stóð urðu erfiðleikarnir til þess að menn neyddust til að læra betur og betur á eldinn, bæði tl að halda á sér hita og til ýmiss konar daglegra nota til þess eins að geta lifað af. Þetta þýddi að á meðan á ísöldinni stóð myndi maðurinn verða sífellt gáfaðari.

Ísöldinni lýkur, maðurinn verður ráðandi tegund:

Svo lýkur ísöldinni og erfiðleikunum með. Neanderthalsmaðurinn fer að geta breitt úr sér yfir Evrópu og flutt eldinn með sér sem litla glóð í sandpoka eða mjúkum leir en þau kunna ekki að móta leir. Hópar koma sér fyrir í hellisskútum þar sem þeir fá frið fyrir villidýrum bæði vegna þess að þeir geta varið sig með vopnum og eldi. Þeir steikja sér kjöt á steinhellum og borða kjötið með því að nota beitta, tilhöggna steina sem hnífa. Til að steikja kjötið settu þeir við ofan á hlóðasteina. Svona kveiktu þeir stóran eld og létu viðinn hita steinana. Því næst sköfuðu þeir viðinn og öskuna af með reku og settu kjötið ofan á steinana til steikingar. Ef þeir steiktu eða suðu kjötið var það bragðbetra og máltíðin varð fljótlegri. En til að ná í kjöt varð að veiða. Það var gert í hópum og voru flestallar grasætur veiddar en líka nokkur rándýr og ætla ég að fjalla um það hér aðeins seinna. Sem dæmi um veið á grasætum ætla ég að fjalla um það þegar hestar voru veiddir. Neanderthalsmenn nýttu sér þá staðreynd að hestar eru fælnir og ærast í stóði. Það var hægt að nýta þetta með því að reka hestana fram að klettum og drepa þannig heilu stóðin. það þurfti marga veiðimenn til að gera þetta og þess vegna voru það oft fleiri en einn hópur veiðimanna sem hjálpuðust að.Nokkrir veiðimenn fóru upp á kettana og kveiktu á kyndlum og fældu hestana niður með þeim. á meðan biðu aðrir veiðimenn fyrir neðan og tóku á móti hestunum með spjótum sínum og kylfum. Það voru ekki bara hestar sem þurftu að óttast mannininn, dádýr, hreindýr og jafnvel hættuleg dýr eins og loðnashyrningar og hellabirnir gátu óttast um líf sitt ef þau lentu í kasti við manninn. Að vísu er loðnashyrningurinn dæmi um bráð sem var sjaldan veidd nema í nauðir ræki því það var annars ekki áhættunnar virði. Hellabjörnin var risastór og sterkur en var samt veiddur, en ekki til átu. Neanderthalsmenn voru með allskyns trúarbrögð og sem dæmi má nefna hjartar- og bjarnardýrkun. Birnir voru veiddir þannig að fyrst fór njósnari af stað til að athuga hvort það væri örugglega björn í tilteknum helli. Það gerði hann með því að henda logandi grein inn í hellinn og ráða dýrategundina af urrinu sem fyldi í kjölfarið. Síðan náði hann í fleiri veiðimenn og björninn var svældur út með eldi og þegar hann kom út mættu honum, spjót og björg sem voru send að ofan úr klettunum. Birnir voru veiddir vegna trúarbragða og helgisiða og var höfuð hans fært inn í hella sem voru notaðið til trúarathafna en hauskúpan átti að búa yfir yfirnáttúrulegum krafti.

Neanderthalsmaðurinn hverfur og Krómagnon-maðurinn tekur við:

Enginn veit með vissu hvað varð um Neanderthalsmanninn og hvort hann hafi dáið út eða ummyndast í Krómagnon-manninn. Út í það skal ekki farið hér. Það sem vitað er, er það að Krómagnon-maðurinn tók við og þar með var nútímamaðurinn kominn fram á sjónarsviðið. Krómagnon-maðurinn kom fram fyrir um 40.000 árum og var hann gáfaðari en Neanderthalsmaðurinn, hafði beinabyggingu eins og við og gat talað á sama hátt og við sem leiddi til gífurlegra framfara hjá honum. Hann gat gert allt beur en forveri hans og var mjög tæknilega sinnaður og á þeir 30.000 árum sem hann var á jörðinni kom hann ótrúlegum hlutum til leiðar og lagði grunninn að öllu sem við þekkjum í okkar samfélagi.

Krómagnon-maðurinn tekur eldinn í sína þjónustu:
Krómagnon-maðurinn kunni vel á eldinn. Hann notaði dýrabein og dýratað sem eldsneyti en vegna þess að beinin brunnu ekki vel lögðu þeir rás að eldstæðinu sem gerði það að verkum að loftstreymið að eldsneytinu var svo gott að beinin loguðu. Þetta urðu þeir oft að gera ef þeir höfðu ekki mikið af trjám til að nota sem eldsneyti. Þessi aðferð er vísir að stálbræðsluofnum nútímans. Krómagnon-maðurinn notaði líka lýsi úr selum sem eldsnyti þegar það var til staðar. Auðvitað notaði Krómagnon-maðurinn eldinn til að elda mat en hann steikti kjötið á teini sem snerist yfir eldinum. Krómagnon-maðurinn gerði stærri, betri, heitari elda. Hann gerði kyndinguna auðveldari og beitti eldinum einnig til nýrra verka. Krómagnon-maðurinn bættu við alveg nýjum hugnmyndum þegar kom að notkun elds. Alveg síðan á tímum reismannsins höfðu menn nýtt eldinn til kyndingar, lýsingar, matargerðar og sem varnartæki gegn rándýrum. Krómagnon-maðurinn gat tendrað eld hvar og hvenær sem hann vildi með því að nota eldjárn eða pýrít. Þetta er steintegund sem finnst ekki hvar sem er og hefur því líklega verið mikilvægur dýrgripur fyrir Krómagnon-manninn. Þessi steinn er þeim eiginleikum gæddur að með því að slá honum saman við tinnustein myndast nógu heitur neisti til að kveikja í sinu. Þetta hefur eins og áður sagði verið mjög mikilvægur hlutur fyrir fólk því án hans þurfti að halda eldinum lifandi sem glóð sem hefur þá verið mikið vesen, t.d. hefur þá alltaf einhver að vera að fylgjast með eldinum. Heimili Krómagnon-mannsins snerist í kringum eldinn og eldstæðin. Það hafa fundist hús sem hann lifði í og þar voru kannski 4-5 eldstæði sem sýnir hvað eldurinn var mikilvægur hluti af daglegu lífi. Krómagnon-maðurinn fann upp fyrsta leirbrennsluofninn, það var lítill eldur sem var lokaður inni í holi og þar var brenndur leir sem blandaður var við beinamulnig sem gerði það að verkum að hitastigið hélst jafnara og leirinn varð harðari. Þarna er líka komið fyrsta dæmi um efnablöndu. Krómagnon-maðurinn fór svo síðar út í bronssmíði.

Eftirmáli:

Það er alveg ljóst að Krómagnon-maðurinn var langt á undan forvera sínum, Neanderthalsmanninum, hvar sem mann ber niður. Ótrúlegustu hlutir komu fram á hans skeiði og það var t.d. hann sem byrjaði á listsköpun enda var hann mikill fagurkeri og mjög söngelskur. Það er mikilvægt að þekkja sögu sína og gaman að kynnast hegðun og lifnaðarháttum frummanna. Ég þykist nú hafa svarað þeim spurningum sem lágu fyrir í byrjun eins og til stóð og vona ég að þú hafir haft ánægju af lestrinum og lært eitthvað nýtt.
Endless Power? This is Perfect! - Bryan Fury