Ég ætla að skrifa þessa grein til að segja frá kommúnisma frá mínu sjónarhorni í skólanum. (kommúnismi getur verið góður fyrir suma og slæmur fyrir aðra) þið megið alveg koma með slæm comment fyrir mér.

Þetta byrjar strax þegar skólinn byrjar, þá eru krakkirnir látnir halda að allir kunni jafn mikið og allir séu jafn góðir sem sagt að allt sé jafnt.
Þegar loksins grunnskóla lýkur og gagnfræðiskóli tekur við fara málin að verða svolítið snúnari. Krökkunum er þá skipt í hægferð og hraðferð sem eru í raun að gera það sama. En samt er enn þá alveg jafnrétti. Krakkar sem eru að taka próf í hægferðinni eru að fá mjög háar einnkanir miðað við krakka í hraðferð og það er vegna þess að kennararnir fara svona yfir svörins sem sagt þarf nákvæmari svör hjá hraðferðinni. Síðan eru sumar greinar eins og náttúrufræði og samfélagsfræði sem eru ekki skiptar í hægferð og hraðferð heldur hvort maður ætlar í samræmd próf í þeim eða ekki. Ég mundi segja að ég væri nemandi með mikinn metnað og þegar ég kom með vinnubók sem ég var búinn að eyða heilum vetri í að undirbúa þá tók kennarinn hana bara og skrifaði 10 á forsíðuna og lét mig fá hana jafnóðum. Ég hefði frekar viljað fá lægri einkun og einhver comment um hvað væri að í vinnubókinni, kennarinn gerði þetta við flestar vinnubækurnar. Síðan þegar krakkarnir koma í menntaskóla eða jafn vel háskóla er búið að brjóta niður allan metnað í þeim og þau kunna ekki að vinna lengur. Núna er ekki í lagi þó það vanti heimaverkefni eða maður gleymi einum tíma. Þá dragast hægferðarkrakkarnir hægt og rólega aftur úr og kommúnisminn breytist í stéttaskiptingu sem gæti verið erfitt að taka eftir í byrjun.

Síðan er það mæting kennara. Ég hef aðeins haft einn kennara á ævinni sem hefur alltaf byrjað að lesa upp þegar bjallan hringir og það var að mínu mati besti kennarinn þó að hann væri strangastur. Þar lærðu krakkarnir þó eitthvað af viti. Ef krakki mætti of seint hjá öðrum kennara var það allt í lagi því kennarinn sjálfur kom kannski 5 mínútum til kortéri of seint að klára matinn sinn eða dröslast með kaffibolla í stofuna. Þetta er ekki góð fyrirmynd fyrir krakkana þegar þau eru að fara út í atvinnulífið.

Sumir kennarar eru líka ekkert að sinna því sem þeir eru að gera þeir mæta oft óundirbúinir í tímana og ekki með neitt efni til að kenna, heldur skella bara einhverju alveg fyrir utan námskrána á krakkana kannski eitthvað japanskt origami eða eitthvað kjaftæði sem þau hafa aldrei lesið um eða vitað að væri til. Síðan er verið að láta krakkana föndra í heila vikur fyrir jólin og seinustu vikuna í skólanum sem mætti alveg nýta í frí bara.

Allir kennarar eiga ekki að taka þetta til sín en þetta er mitt mat á skólakerfi hversdagsins.