Það eru nú þegar háir skattar á áfengi, þess vegna er það svona dýrt. Gos og nammi er síðan skattlagt meira en matur en samt bara venjulegur VSK, 24,5% eftir því sem ég best veit en það er 14% á mat. Þú átt að geta séð þetta á kassakvittunum úr flestum búðum, þá er einhver merking aftan við sumar vörur sem þýðir að þær séu meira/minna skattlagðar. Bara ríkið að reyna að hafa vit fyrir fólki :)