Stríðið 1812-14 milli Canada-Englands & USA Hvaða stríð spyrja flestallir sig væntanlega að. Enda ekki furða. Það eru ekki margir sem að vita að þessu enda eru Canadamenn ekki að heilaþvo alla heimsbyggðina með “heimssögu” síns lands eins og Bandaríkin (segja öllum hvað þeir hafi nú unnið og þar eftir götunni).

Árið 1812 lýstu Bandaríkjamenn yfir stríði við Englendinga og réðust á nýlendu þeirra sem að næst var þeim…Canada og í þessu stríði var m.a þjóðsöngur bandaríkjamanna samin.
Canadamenn hrökktu Bandaríkjamenn alltaf í burtu og unnu allar 5 árásirnar sem að gerðar voru á árunum 1812-1814 þrátt fyrir ofurherafla Bandaríkjamanna.
En Bandaríkjamenn höfðu, eins og áður sagði, fjöldann með sér og birgðir Canadamanna voru orðnar litlar. Því hóuðu þeir í Breta enda hafði upphaflega verið lýst stríði gegn þeim og báðu þeir Englendinga um að senda þeim herafla til aðstoðar ásamt birgðum og bretarnir urðu við þeirri bón. Í stuttu máli sagt þá hröktu Canadamenn og Bretar Bandaríkjamenn til baka, alveg að Washington þar sem að þeir kveiktu í borginni og meðal annars bleiku stóru húsi. Þetta bleika hús urðu Bandaríkjamenn síðan að hvítþvo það (voru málaðir múrsteinar) til að fela brunablettina…þetta hús varð síðar þekkt sem Hvíta húsið :)
Einn Bandarískur borgari líkti Bandaríska hernum við mús sem að flýði undan stórum ketti þegar að þeir voru á flótta undan Canadamönnum og Bretum og síðan þykjast þeir hafa verið rosa stórir alla tíð!
Vegna þess að ég veit þetta blöskrar mér helmingi meira en ella, þegar að Bandaríkjamenna monta sig af hörku sinni (ekki sem svo að það sé ekki skiljanlegt að fólk flýi þegar að það veit að það er að kljást við ofurefli…mjög skiljanlegt…hví að vera að ana út í opinn dauðinn) en þeir ættu ekki að vera að gagnrýna aðra eins og t.d. Frakka.

Kveðja
Alexei

p.s vona að það séu nú ekki neinar stafsetningavillur hérna :) var á hraðferð :p
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making