Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

lhg
lhg Notandi frá fornöld 230 stig

Re: Michael Moore áróður.

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
“En ef rýnt er betur í þetta er málið þannig að það er enginn að gefa honum byssu, heldur er bankinn að borga honum vexti af peningunum sínum fyrirfram í þessu formi, en hann hefði líka getað fengið þetta öðru formi, annað sem Moore ”gleymir“ að taka fram er það að áður en honum er afhent byssan þá er bakgrunnur hans skoðaður í gegnum FBI svo að ef hann hefur framið glæp einhversstaðar í BNA þá fær hann ekki byssu.” Fyrir 3 árum þurfti ég að leita til FBI til að fá úr því skorið að ég væri...

Re: Kynþáttafordómar

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Negro er orðið sem var notað yfir svart fólk í Bandaríkjunum þegar það hafði engin réttindi þannig að skiljanlega þykir þeim þetta ekkert sérlega fallegt orð. Þetta er svona álíka eins og að kalla þroskaheft fólk hálfvita sem er líka gott og gilt íslenskt orð. Eins að kalla samkynhneigða kynvillinga. Það bannar þér enginn að nota þessi orð en þú gætir sært fólk og verið laminn eða eitthvað.

Re: Feita fólk :@

í Tilveran fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég sá eina feita í flottum bol um daginn. Það var sko mynd af vel vaxinni konu í bikini á bolnum hennar og þannig að úr mjög mjög mikilli fjarlægð hefði maður bara haldið að hún væri grönn. Hún var eitthvað svipuð þessari: <a href="http://www.incrediblegifts.com/mabicot.html">http://www.incrediblegifts.com/mabicot.html</a

Re: Dónar ? Kurteis ? Ljúf ? Frek ?

í Ferðalög fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Flestir útlendingar hafa enga ástæðu til að vita neitt um Ísland neitt frekar en við vitum eitthvað um aðrar þjóðir með svipaðan íbúafjölda. Ég bý í Kanada og hér hafa margir heyrt um hvernig Íslendingar nota jarðhitann til að hita húsin. Hins vegar rakst ég á þvílíka fáfræði líka um daginn hjá yfirmanni mínum sem spurði mig hvort það væri eitthvað land undir þessum ís sem Ísland væri ;)

Re: PASSA SIG Á GSM NOTKUN Í USA!!!

í Farsímar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þetta er bara símafyrirtækið í USA sem rukkar Símann geðveikt fyrir notkun á sínu kerfi. Þegar þú hringir úr gemsanum, þá notar þú kerfi ameríska símafyrirtækisins, jafnvel þó enginn svari. Þegar einhver hringir í þig út, þá sama. Þegar einhver hringir í þig út og þú svarar ekki, þá sama. Fólk verður bara að passa sig hvað það notar símann þegar það er úti, hafa helst bara slökkt á honum nema í algjörri neyð.

Re: Verð á bókum

í Skóli fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Almennt ca. helmingur af verði nýrrar bókar. Alla vega það sem ég vandist. Svo fer þetta líka eftir því hvað þér semst við þann sem er að selja. Ef hann vill fá 60 eða 70%, þá ræður þú hvort þú tekur því eða ekki en væntanlega geturðu síðan selt bækurnar á ca. sama verði og þú keyptir þær á.

Re: Fæðingar og Ættleiðingar

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Sumt fólk ættleiðir þó það geti sjálft eignast börn vegna þess að það vill veita einhverju barni heimili sem annars hefði alist upp á munaðarleysingjaheimili. Ef vinkonur þínar vilja gera þá, þá bara fínt hjá þeim. Hins vegar finnst mér líklegra að þær muni eignast börnin sjálfar þegar þar að kemur, enda heilmikið vesen og ekkert sérlega ódýrt að ættleiða.

Re: Allt að falla saman í Írak

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég sá þetta í amerískum fréttaþætti, gæti hafa verið 60 mín. eða Dateline. Þeir töluðu m.a. við fólk hjá hernum sem hafði það starf að lesa yfir handrit og strika út eða gera breytingar. Þeir töluðu t.d. um myndina Windtalkers sem var styrkt af hernum og þeir höfðu sett það sem skilyrði að túlkurinn sæist ekki skotinn en voru sárir út í leikstjórann því hann hafði gabbað þá og klippt það þannig að það er greinilegt að túlkurinn er skotinn þó það sjáist ekki beint. Eða það sögðu þeir. Ég hef...

Re: Hjálp! Einelti eða bara normal blokkarlíf?

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það er alltaf hætta á því í blokkum að það sé svona einn fúll á móti og guð hjálpi restinni af íbúunum ef svoleiðis gaur kemst í hússtjórn. Auðvitað hafa þau engar forsendur til að afturkalla hundaleyfi þó þú skuldir í hússjóð. Það þurfa að hafa verið kvartanir vegna hundanna og helst að einhver sé með ofnæmi en alla vega, þá er þetta ekki óalgengt í blokkum að einhver sé svona þversum. Langbest að vera í einbýli, veit ekki hvernig búseti og svoleiðis dæmi virkar en veit að mér finnst mun...

Re: spurning!

í Heilsa fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Besta ráðið til að losna við hliðarspik og annað spik eða að éta minna og hlaupa meira :)

Re: Að sitja fyrir framan tölvu meira en 4 tíma á dag.

í Heilsa fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það er engin afsökun að hanga einn heima í tölvunni þó vinir þínir nenni ekki að gera neitt. Farðu bara frekar út að hjóla eða eitthvað. Ef þig langar að lesa eitthvað, þá getur þú kíkt á bókasafn en ég held að það sé ekkert betra fyrir sjónina að lesa heldur en að hanga í tölvu.

Re: Væri einhver til í að hjálpa mér?

í Tilveran fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ertu viss um að Boltafélag Ísafjarðar sé einu sinni með körfubolta? Þú ættir alla vega að emaila á þá og spyrja áður en þú leitar meira. Annars fann ég á <a href="http://www.kki.is/felagatal.asp“>KKÍ</a> að það er til <a href=”http://www.kfi.is/">Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar</a>. Ertu kannski að leita að því?

Re: "Almenningssamgöngur" á Íslandi

í Tilveran fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég er í Kanada og hér eru margir vagnar með hjólastólalyftu og fremstu sætin er hægt að leggja saman til að búa til pláss fyrir hjólastóla og fólk með börn í kerrum. Í mínu bæjarfélagi kostar $2 í strætó (110 kr. ísl.), 10 miðar kosta $15 (825 kr.) og mánaðarkort kostar $59 (3245 kr.). Strætóbílstjórar gefa ekki til baka en það er hægt að kaupa strætómiða og kort í mörgum sjoppum. Annars er bara rugl að vera að borga fullt gjald í strætó. Það er miklu sniðugra að kaupa miða því maður getur...

Re: "Almenningssamgöngur" á Íslandi

í Tilveran fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Strætóbílstjórar í Reykjavík hafa ekki gefið til baka svo lengi sem ég man eftir eða alla vega s.l. 30 ár. Fólk ætti að vera búið að læra inná það. Ég er heldur ekki svo viss um að þeir hafi lykil að peningabauknum og jafnvel þó þeir hefðu það, þá myndi það þýða massífar tafir á strætó ef þeir þyrftu alltaf að vera að opna og tína út klink þegar einhver mætir með seðil. Það er hins vegar hægt ef þú ert bara með 500 kall að grípa næsta mann á eftir þér inní vagninn, taka hans klink sem hann...

Re: Góð og slæm þjónusta

í Flug fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Mér finnst alla vega maturinn hjá Icelandair yfirleitt ágætur en ég hef stundum fengið afleitan mat hjá erlendum flugfélögum. Hins vegar er ekki málið ef maður fær miðann mjög ódýrt að mæta bara með nesti. Hins vegar lenti ég einu sinni í því að tafir hjá Icelandair urðu til þess að ég missti af tengiflugi. Þegar svoleiðis er, þá eiga þeir að borga hótel og mat en þeir settu mig á lélegt hótel þar sem var skítakuldi á herberginu og eini maturinn sem var boðið uppá var kaffi og kleinuhringur...

Re: Foreldrar dauðans :)

í Tilveran fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Háskólafólk snobbar oft fyrir háskólamenntun þannig að það getur verið að þeim finndist þú ekki nógu góður fyrir hana bara fyrir það að þú sért ekki með háskólapróf og það er náttúrulega bara rugl en sumir eru þannig.

Re: Foreldrar dauðans :)

í Tilveran fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Maður kannast við svona ruglaðar fjölskyldur en ég held að það væri best hjá ykkur að skrifa foreldrum hennar bréf þar sem þið segið bara að þið elskið hvort annað og séuð ekkert á leiðinni að hætta saman. Þá getur hún sagt foreldrum sínum hvernig henni líður án þess að þeir geti gripið frammí eða pressað hana að segja það sem þau vilja heyra. Þú getur líka fengið sakaskrána þína hjá löggunni og sent þeim til að sanna það að þú hafir ekki brotið af þér í lengri tíma og sért hættur því. Alla...

Re: Óréttlæti íslenska ríkisins

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það er ekki rétt þetta með ríkisborgararéttinn. Börn sem eiga annað foreldrið íslenskt fá íslenskan ríkisborgararétt, hvort sem það er móðir eða faðir. Það var þannig fyrir mörgum árum að börn fengu bara íslenskan ríkisborgararétt ef móðirin var íslensk en löngu búið að breyta því, enda er það kynjamisrétti. Mér finnst ekkert gáfulegra að skrá nýfædd börn sjálfkrafa í trúfélag móður frekar en að skrá þau sjálfkrafa í stjórnmálaflokk móður. Ef þér finnst það gott mál að kirkjan fái pening útá...

Re: Við erum ekki öll eins!!

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Óskaðu þér varlega. Óskin gæti nefnilega ræst. Það er ekki sérlega gaman að eiga foreldra sem er skítsama um mann.

Re: Við erum ekki öll eins!!

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Finndist þér betra ef foreldrum þínum væri skítsama um þig og hvað þú værir að gera?

Re: Cannabisfræ ólögleg?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Eru fræ ekki “hlutir eða efni til notkunar við ólöglega ræktun”?

Re: ég þarf smá hjálp..

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Þú ættir að þakka fyrir að hafa sloppið og þið ættuð alltaf að nota verjur. Það er ekkert grín að eignast barn þetta ungur. Þetta er alvöru barn en ekki dúkka og á eftir að þurfa alla þína athygli næstu 18 árin og þú verður að geta séð fyrir því líka. Þú gætir þá gleymt því að stunda félagslíf með öðrum krökkum og það að klára skóla yrði mun erfiðara fyrir þig. Auðvitað finnst manni kannski ekkert nauðsynlegt að klára skóla þegar maður er á þínum aldri en trúðu mér, ef þú lendir í því eftir...

Re: Gay Pride - gallar og skoðanir.

í Deiglan fyrir 20 árum, 11 mánuðum
ADD þann 25. júlí - 14:41 “Já, en það er heldur sjaldgæft að menn missi typpið í slysum. Láti menn fjarlægja typpi sitt þá er það vegna þess að þeim finnast þeir vera konur og þess vegna lít ég ekki á þá sem karlmenn.” Hvað með konur sem láta breyta sér í karlmenn? Slíkir karlmenn hafa ekki endilega typpi, fer eftir efnum og ástæðum. Sumir þeirra koma hins vegar fram í drag.

Re: ft og in

í Heilsa fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Deilir hæðinni í cm með 2,54 og þá færðu tommur. Deilir síðan tommunum með 12 og þá færðu fet. Sá sem er 180 cm er t.d. 180/2,54=71 tomma eða 71/12=5,9 fet. 5 fet eru 5*12=60 tommur og 71-60=11 og þar með er hann 5 fet og 11 tommur.

Re: Vöxtur

í Heilsa fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Fyrir mörgum árum var ég að vinna með stelpu sem var frekar hávaxin. Hún sagði að það væri hægt að taka röntgen og mæla bil milli beina eða brjósks eða einhvers og þannig segja til um hversu hár maður yrði (eða þá væntanlega hvort maður er hættur að stækka). Ef þú vilt ekki stækka meira, þá er hægt að gera eitthvað til að stoppa það. Hún hafði farið í þannig meðferð þegar hún var 14 ára en þá var hún orðin það há að hún vildi ekki meira.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok