Hefur maður verið að spila á tölvu í þó nokkurn tíma og kom það uppí kollinn á mér um daginn hve sjóninn mín hlýtur að skemmast sökum þess að ég sit stundum fyrir framam tölvuna á dag í 8 tíma eða meir samanlagt.Hef ég verið að þessu frá 7ára aldri að 15ára aldri að spila á tölvu og gæti ég vel trúað að þetta hefur haft einhver áhrif á sjón mína.Má taka til dæmis það að í skólanum fór sjón mín að raskast á hægra auga og fór maður því að sjá illa á töfluna.Varð maður að færa sig nær og fór það í taugarnar á mér.

Er þessi tölvuspilun mín orðin að fíkn núna og er maður ekkert annað að gera á daginn nema að spila á tölvu.Ljósu punktarnir eru þeir samt að þegar ég skrifa ritgerðir og þess háttar þá kemur tölvureynslan að góðum notum því það tekur venjulega 10 mín. eða svo að skrifa tveggja blaðsíðna ritgerð.

Vill maður kenna einverunni um það hve mikið ég spila á tölvu sökum þess hve bældan vinahóp ég á.Vil ég þá meina það að sökum þess að enginn nennir að gera neitt verður maður bara að vera einn heima.Flestar bækur sem maður á eru allar flestar full lestnar og þess vegna ekki hægt að nýtast við þær.

Vildi ég bara koma þessu á framfæri og bið ég yður kæru hugarar að vera ei með skítaköst varðandi þessa grein.