Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

lhg
lhg Notandi frá fornöld 230 stig

Re: Fjölmiðlafrumvarpið

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Lögfræðingar virðast ekki telja þetta ólöglegt vegna þess að alþingi getur fellt lög úr gildi. Hins vegar er þetta blekkingarleikur. Þeir vissu að þeir myndu skíttapa þessari þjóðaratkvæðagreiðslu og koma því með frumvarpið aftur lítið breytt. Smá gulrót í því núna. Hvað forsetinn gerir núna er spurning. Ástæða þess að hann skrifaði ekki undir gömlu lögin var líklega sú að 80% þjóðarinnar var á móti þeim auk þess sem þau höfðu mjög lítinn þingmeirihluta. Nýju lögunum gæti verið betur tekið...

Re: hjálp

í Farsímar fyrir 21 árum
Ég þekki sko ekki þennan síma en kíkti á hann á nokia.com og sá ekki betur í leiðarvísinum en að það ættu að vera volume takkar á hliðinni, vinstra megin þegar þú horfir á símann. Alla vega getur þú samt farið með hann í búðina og böggað fólk um að redda þessu fyrir þig.

Re: hjálp

í Farsímar fyrir 21 árum
Hefurðu prófað að fikta í volume tökkunum á hliðinni meðan þú ert með einhvern í símanum? Ég átti einu sinni síma sem virkaði þannig en ef maður notaði þá þegar maður var ekki í símanum, þá hækkuðu þeir bara hringinguna í staðinn. Ef ekkert virkar, þá bara fara með hann í búðina og láta þá redda þessu fyrir þig.

Re: Það skal koma fram...

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Það er náttúrulega augljóst að hann situr í umboði allra sem reyndu ekki að koma í veg fyrir að hann yrði kosinn. Ef ég er svo latur að ég nenni ekki á kjörstað og er skítsama hver er forseti, þá situr hann náttúrulega í mínu umboði alveg eins og þeirra sem kusu hann.

Re: Það skal koma fram...

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Hann situr líka í umboði allra sem var svo mikið sama að þeir nenntu ekki á kjörstað og líka allra þeirra sem var svo mikið sama að þeir mættu á kjörstað en gerðu ekkert til að koma í veg fyrir að hann yrði kosinn heldur gerðu ógilt eða skiluðu auðu. Ég segi enn og aftur. Ef allir þessir hefðu verið svona mikið á móti ÓRG, af hverju kusu þeir þá ekki Baldur eða ef þeim fannst hann ömurlegur, komu fram með einhvern betri?

Re: Villur í leikaravalinu!

í Harry Potter fyrir 21 árum
Það skiptir ekki máli þó þeir séu gerðir minni, þeir hafa bara ekki það útlit sem 13 ára krakkar hafa.

Re: Það skal koma fram...

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Þeir sem mættu ekki á kjörstað vildu hann, annars hefðu þeir mætt og kosið á móti honum. Þess vegna situr hann í umboði þeirra.

Re: Hver verður næsti forseti Íslands?

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Af hverju ætti ÓRG að hætta eftir næsta kjörtímabil? Hann hefur enga ástæðu til að hætta. Maðurinn er rétt sextugur og hraustur eftir því sem best er vitað og gæti þess vegna setið næstu 2-3 kjörtímabil eftir því sem heilsan leyfir. Þar að auki er dýrt spaug að vera með marga fyrrverandi forseta á eftirlaunum þannig að það er best að nýta þá sem lengst sem eru kosnir á annað borð :) Annars hefði ég ekkert á móti því að fá t.d. Jón Baldvin sem forseta en hann er eldri en ÓRG og verður líklega...

Re: Það skal koma fram...

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Jú, reyndar. Ef þú sérð fram á að eitthvað er að gerast, þú getur hjálpað til að koma í veg fyrir það en gerir það ekki, þá hjálpar þú til að það gerist. Allir sem mættu ekki á kjörstað hjálpuðu ÓRG að verða forseti. Sömuleiðis allir sem skiluðu auðu og allir sem gerðu ógilt. Hann situr því í umboði þeirra allra. Ef þeir hefðu allir kosið á móti honum hefði hann ekki orðið forseti.

Re: Glæpur og refsing?

í Deiglan fyrir 21 árum
Þetta er bara vegna þess að hann er fatlaður. Það er engin aðstaða til að hafa fatlað fólk í fangelsi.

Re: Villur í leikaravalinu!

í Harry Potter fyrir 21 árum
“En mér fynnst að sá sem myndi leika Ron væri svoldið meiri sláni, í held ég öllum bókunum er mynnst á það, t.d þegar eitt sumarið að Ron hefði stækkað svo mikið að þau þyrftu að beygja sig, þegar þau voru öll í huliðsskikkjunni, svo lappirnar myndu ekki sjást.” Það er náttúrulega ekki séns fyrir leikstjórann að velja barnaleikara og stjórna því hvenær þeir taka vaxtarkippi eða hvað þeir enda með að verða háir. Hann þyrfti þá hugsanlega að skipta um leikara í hverri mynd. Það er líka...

Re: hvar?

í Tilveran fyrir 21 árum
Nei, ég breytti ekki nafninu mínu í Kalli Bjarni :P

Re: kisur úti eða inni?

í Kettir fyrir 21 árum
Mér finndist ekki að það ætti að vera hægt að banna dýr í blokkum nema á sama hátt og þau eru leyfð, þ.e. að allir eigendur myndu vilja það. Þeir sem flytja í blokkina vita þá að það má eða má ekki hafa dýr þar og því verði ekki breytt nema allir samþykki. Eins og ástandið er núna skilst mér að eigandi sem er á móti dýrahaldi geti látið banna dýr í blokk þar sem þau hafa verið leyfð þó hugsanlega þurfi hann að sýna fram á ástæðu, t.d. ofnæmi sem oft er hægt að fá lækni til að skrifa uppá...

Re: Hundur sem bítur

í Hundar fyrir 21 árum
Mér finnst alla vega gefið mál að þú ættir ekki að nota hundinn til undaneldis með þetta skap. Gelding ætti að róa hann eitthvað niður, annars geturðu prófað að tala við dýralækni eða hundaþjálfara um það.

Re: hvar?

í Tilveran fyrir 21 árum
Ef þú ætlar að breyta nafninu þínu stórlega, þá þarftu að sækja um til dómsmálaráðherra, eyðublöð eru á <a href="http://domsmalaraduneyti.is/eydublod">http://domsmalaraduneyti.is/eydublod</a> og listi yfir leyfileg nöfn er á <a href="http://www.rettarheimild.is/mannanofn">http://www.rettarheimild.is/mannanofn</a> Ef þú ert bara með smávægilegar breytingar, t.d. breyta föðurnafni þínu í móðurnafn eða fella niður millinafn, þá getur Hagstofan gert það fyrir þig án þess að þú þurfir að sækja um...

Re: Það skal koma fram...

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Auðvitað situr hann í umboði allra sem gerðu ekkert til að koma í veg fyrir að hann yrði kosinn. Ef meirihluti þjóðarinnar hefði alls ekki viljað að hann yrði kosinn, þá hefðu þeir kosið einhvern annan og jafnvel fleiri boðið sig fram. Það voru 20,6% þeirra sem kusu sem skiluðu auðu en það eru 12,9% af þeim sem höfðu kjörgengi. Þær tölur sem passar saman að nefna í sama augnablikinu eru því ef allir eru teknir sem hafa kjörgengi: 42,5% kusu ÓRG, 37,1% mættu ekki, 12,9% skiluðu auðu, 6,2%...

Re: Hver er munurinn?

í Farsímar fyrir 21 árum
3510i er með litaskjá, hægt að downloada leikjum í hann og senda MMS (3510 getur bara tekið við, ekki sent). Þú getur fundið þetta með því að fara á nokia.com, leita að öðrum símanum, velja síðan compare og velja hinn.

Re: þjóðskrá??

í Tilveran fyrir 21 árum
Kennitala, heimili og sími eru ekki í Íslendingabók. Það er bara fæðingardagur og fæðingarstaður um flesta. Aðallega þegar fólk er dáið bætast við upplýsingar um starf og í hvaða sveitarfélagi það bjó, tekið úr minningargreinum, t.d. járnsmiður í Reykjavík eða eitthvað slíkt. Þar að auki getur þú ekki einu sinni séð þessar upplýsingar um fólk nema það sé ákveðið mikið skylt þér, uppí þriðja lið, þ.e. þú getur séð systkini ömmu þinnar og afa og afkomendur þeirra en ekki systkini langömmu og...

Re: Hundur sem bítur

í Hundar fyrir 21 árum
Hundaþjálfarinn hefur ábyggilega sagt þér það en það þarf að vera á hreinu hver ræður og ef hann er með einhver læti, þá bara skella honum á hvolf og taka í hálsinn á honum og halda honum þar til hann hættir eða þá taka hann upp á hnakkadrambinu eins og hvolp. Hundurinn þarf að vita að hann er neðstur í virðingarstiganum og það er ekkert verra fyrir hann að vera það en það ætti að koma í veg fyrir að hann sé að urra eða bíta ykkur. Þá má heldur ekki láta hundinn ganga í mat heldur á alltaf...

Re: þjóðskrá??

í Tilveran fyrir 21 árum
Þú getur líka keypt þjóðskrána hjá Hagstofunni.

Re: Það skal koma fram...

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Hann situr náttúrulega líka í umboði þeirra 38% sem var svo mikið sama að þeir mættu ekki á kjörstað og hinna sem skiluðu auðu. Ef fólk vill hafa áhrif á úrslit kosninga, þá verður það að mæta og kjósa einhvern annan en þann sem það vill ekki að verði kosinn. Ef þessi 38% sem mættu ekki og þessi 12% sem skiluðu auðu hefðu tekið sig saman og kosið Baldur, þá hefði hann unnið. Niðurstaðan var hins vegar að Ólafur vann og getur hann þakkað stuðninginn þeim sem kusu hann og einnig þeim sem kusu...

Re: Ekkert nema salat!

í Heilsa fyrir 21 árum
Þú verður að borða prótein líka. Bættu smá rifnum osti í salatið eða skinku og þá ertu í aðeins skárra lagi. Passaðu líka að borða alltaf eitthvað á 4 tíma fresti og alls ekki sleppa máltíðum. Ef hjúkrunarfræðingurinn í skólanum þínum hafði áhyggjur af þér, þá ertu ábyggilega allt of mjó. Þeim sem eru með anorexíu finnst þær alltaf vera feitar, jafnvel þó þær séu ekki nema skinn og bein.

Re: Það skal koma fram...

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Vigdís var 1988 ekki með ríkisstjórnina uppá móti sér. Vigdís var með einn mótframbjóðanda en ekki tvo. Konan sem bauð fram á móti Vigdísi fékk mjög litla kynningu. Mogginn hvatti fólk ekki til að skila auðu 1988. Vigdís fékk 94% atkvæða (án þess að auðir seðlar séu taldir með) á sama hátt og Ólafur fékk 86%. Auðir seðlar hafa aldrei verið taldir með í kosningaúrslitum áður. Ef meirihluti seðla hefði verið auður, þá verður forsetastóllinn ekki auður, heldur sá frambjóðenda sem fékk flest...

Re: 12 ára fremur sjálfsmorð

í Börnin okkar fyrir 21 árum
“Í því dæmi sem þú nefnir er um að ræða leiðtoga/vinsælan aðila hóps sem er svona óþroskaður að ef hann er ekki bestur í öllu þá fær hann alla upp á móti viðkomandi. Svona hlutir eru sjaldgæfir.” Þeir eru samt til. Þú hefur haldið því fram að þeir sem er allt í lagi hjá séu aldrei lagðir í einelti en þeir sem er eitthvað að heima hjá séu það alltaf. Nú er ég búinn að nefna dæmi þar sem strákur sem var ekkert að heima hjá var lagður í einelti (vegna þess að hann var bestur í smíði) en það eru...

Re: Kynferðisafbrot- refsingar?-

í Deiglan fyrir 21 árum
Líklega frekar 16 ár fyrir morðið og 2 fyrir nauðgunina. Fyrir ca. 20 árum síðan skaut maður franska stelpu uppi á hálendi og hann fékk 17 ár ef ég man rétt en ég veit ekki hvort það var eitthvað meira en morðið sem þeir gátu týnt til á hann. Það er rétt að það er ekki hægt að dæma meira en 16 ár ef það er tímabundið en það er samt sá möguleiki að dæma til lífstíðar fyrir sum brot þó það sé ekki notað. Lífstíðardómur er t.d. möguleiki vegna landráðs, stjórnarbyltingar, árásar á Alþingi eða...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok