Það er nokkuð sem ég er ósátt með í okkar frábæra íslenska samfélagi.
Mér finnst óréttlát að samkynhneigðir fái ekki að giftast né ættleiða börn.
Svo fer það hrikalega í taugarnar á mér að kirkjan fái pening af sköttum landsmanna þar sem Ísland er trúfrjálst ríki, og ef ríkið ætlar að láta peninga í kirkjuna ætti hún að gera það sama við önnur trúfélög, s.s. ásatrú, búdda og allt þetta dót….
Svo er það líka með unglinga; afhverju eiga þeir að borga fullorðinsgjöld í til dæmis strætó og sund???
Unglingar eru hvorki fullorðnir né börn svo það er brot á mannréttum að láta unglinga borga fullorðinsgjöld, það getur ekki verið svo erfitt að koma af stað ungmennagjöldum frá 13-18 ára!!!

Hvað finnst ykkur???
Er ég bara að rugla eða er þetta óréttlæti.

Kveðja
Hobbitinn
Helvíti er ekki staður heldur hugarástand.