Ég var útí í New York fyrir skömmu. Ég notaði símann sama og ekki neitt en þurfti þó að hringja nokkur símtöl.

Ég reyndi ítrekað að hringja í 3 ákveðin númer til að hafa upp á einni persónu. Hvergi var var svarað. Það hefur hingað til verið í lagi að hringja þegar ekki er svarað því það kostar jú ekkert. En nei allt kom fyrir ekkert. Það kostar næstum 200 kall hvert símtal þó ekki sé svarað. Annað betra, ef ég svara ekki í símann og talhólfið fer í gang borga ég líka 200 kall. Það er ódýrara að svara helv. símanum. Ég er farinn að skulda formúgu útaf þessu.

Þeir hjá Símanum segja bara að Ameríka sé erfið og þeir reyni eftir bestu getu að gera hagstæða samninga fyrir viðskiptavini. Ég verð að segja að ég hef ALDREI verið tekinn eins harkalega í rass eins og þarna. 200 krónur fyrir að reyna að hringja er það fáránlegasta sem ég hef heyrt. Ef landssíminn getur ekki dílað betur en þetta við þetta fólk er eitthvað að. Ég kann betur við að láta vasaþjóf ræna mig.

Smá reiknidæmi miðað við 9 daga í New York
(Hugmynd - ekki endilega það sem ég lenti í sjálfur):

Svarið ekki símanum 10 sinnum ( ekki óeðlilegt) = 1.970 kr.
Reinið að hringja 10 sinnum þar sem enginn svarar = 1.970 kr.
Símtölum svarað,hringingar og sms = 3.500 kr.

Samtals: 7.440 kr.

Passið ykkur vel að taka ekki símann með og ef það er nauðsynlegt ekki hringja nema vera viss um að einhver svari.