Talaðu við ráðningarstofur og beint við fyrirtæki. Hringdu í stærri fyrirtæki, spurðu um starfsmannastjóra og spjallaðu. Þú getur síðan beðið hann að hafa þig í huga og sent honum strax starfsferil svo hann hafi þig á borðinu ef eitthvað losnar. Þegar þú skrifar upp starfsferil, þá er gott að telja upp hvaða góða eiginleika þú hefur þurft að sýna í hvaða starfi, ábyrgð, sjálfstæð vinnubrögð o.s.frv.