Þegar þú færð reikning upp á kannski tugi þúsunda fyrir símtöl í símatorg sem þú kannast ekki við að hafa hringt, þá er fleiri en ein skýring sem kemur til greina. Þetta getur t.d. verið bilun í símstöð en það getur líka verið að einhver hafi farið inn í símaboxið í húsinu, alla vega ef þú ert í fjölbýli, víxlað línum og hringt úr sínum síma á þinn kostnað. Það eina sem dugar er að neita að borga og rífast og rífast, þá bakkar síminn á endanum.