Það er mjög algengt að fyrirburar lendi í svona veikindum. Ég sá þátt á BBC um daginn þar sem barn hafði fæðst svo löngu fyrir tímann að það var ekki nema tæp 500 grömm. Þeir héldu að hann væri dáinn, svo réttu þeir mömmunni barnið til að kveðja, svo réttu þeir pabbanum hann og þá byrjaði hann að anda. Foreldrunum var alltaf sagt að búast ekki við neinu, hann myndi líklega ekki lifa fyrsta daginn, fyrstu vikuna, fyrsta mánuðinn o.s.frv. en hann komst í gegnum þetta.