Nú er Bangsinn minn með eyrnabólgu. Hann finnur til, klórar sér mikið, hristir hausinn mikið, pirraður, stynur og læti bara.
Ef þið kannist við einhver af þessum einkennum þá finnur hundurinn ykkar til. Dýralæknir einn getur þrifið þetta almennilega og svo fáið þið eyrnadropa sem að Bangsi er engann veginn hrifinn af. Hann stekkur í burt og byrjar að klóra um leið og ég er búnað láta dropana en best er að sleppa honum ekki strax heldur nudda mjúklega eyrun upp og niður svo droparnir nái að komast alla leið. Allsekki nudda of fast því eyrun geta verið aum. Eyrnabólga er alvarleg svo takið eftir því þegar hann reynir að tjá sig.