Ég fatta ekki afhverju það má taka fólk af lífi fyrir glæpi en það má ekki taka þá af lífi ef maður biður um það. Eins og kemur fram í könnun hérna þá eru næstum því 80% hugafólksins sammála því að það ætti að leyfa líknardráp. Ég held að það sé best að draga skýrar línur um hvað er líknardráp og hvað ekki. Með líknardrápi er átt við að taka einhvern af lífi sem á enga von um áframhaldandi líf og er einungis að bíða eftir dauðanum. Það verður að vera búið að sannreyna alla aðra möguleika áður en gripið er til líknardráps. Ég veit fyrir mína parta að ég myndi ekki vilja þurfa að þjást og bíða eftir dauðanum eins og eitthvað grænmeti. Það sem ég hræðist mest í lífinu( meira en dauðann) er að verða grænmeti. Það sem hefur haldið þessari tillögu í skefjum er siðferði. Þá spyr ég hvers konar siðferði er það að láta fólk, sem veit að það er að fara að deyja, þjást allveg fram að dauðastundu?
Hvað finnst ykkur um þetta mál?